fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hræsnarinn Ratcliffe og jarðirnar hans á Íslandi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er líklega leitun að meiri hræsnara en Jim Ratcliffe, auðmanninum breska sem hefur verið í óða önn að kaupa jarðir og veiðirétt á Íslandi.

Ratcliffe beitti sér í atkvæðagreiðslunni um Brexit. Hann barðist fyrir því að Bretar gengju úr Evrópusambandinu.

Nú flytur hann hann til Mónakó í því skyni að losna undan því að greiða skatta í heimalandinu. Þetta er maður sem óskapleg auðæfi, umfram það sem fólk getur ímyndað sér – lýsingin á lystisnekkju hans eru með ólíkindum. Náunginn var meira að segja aðlaður um daginn – það er til marks um sérkennilega dýrkun Englendinga á peningum.

En svo er það það nefnilega merkilegt að jarðirnar á Íslandi, meðal annars Grímsstaði á Fjöllum og lendur í Vopnafirði, hefur hann einmitt getað keypt vegna EES-samningsins. Án EES hefði hann ekki mátt kaupa land á Íslandi, þótt hugsanlegt sé að svo moldríkur maður hefði getað fundið einhverjar fléttur til að svindla sér framhjá því.

Þegar Bretland gengur úr Evrópusambandinu verður það ekki lengur aðili að EES. En þá verður Ratcliffe fluttur til Mónakó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun