fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Umboðsmaður Alþingis segir fjármálaráðuneytið brotlegt við lög

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 15:30

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður Alþingis hefur sent frá sér álit sem endurspeglar mikilvægi þess að stjórnvöld hugi sérstaklega að stöðu þeirra ríkisstarfsmanna sem kjósa að standa utan stéttarfélaga og gæti þess að leggja slík mál í réttan lagalegan farveg.

Í málinu var deilt um rétt þess sem kvartaði til aðgangs að gögnum hjá Fjársýslu ríkisins. Þar hafði læknir óskað eftir gögnum í tengslum við frádrátt af launum hans vegna greiðslu gjalds til Læknafélags Íslands en hann hafði sagt sig úr félaginu.

Einhliða stjórnvaldsákvörðun

Atvik þessa máls og málsmeðferð stjórnvalda varð umboðsmanni tilefni til að benda á og draga fram stöðu þeirra ríkisstarfsmanna sem kjósa að standa utan stéttarfélags og þær sérstöku reglur sem gilda um meðferð slíkra mála. Í þeim efnum benti hann á að almennt væri samið um laun og starfskjör opinberra starfsmanna í kjarasamningum og við ráðningu. Þegar opinber starfsmaður kysi aftur á móti að standa utan stéttarfélags, sem annars færi með samningsumboð fyrir hans hönd, gæti það leitt af lögum eða annarri skipan mála að stjórnvaldi væri falið að taka ákvörðun um kjör hans. Í slíkum tilvikum tækju stjórnvöld þannig einhliða ákvörðun að um laun og starfskjör viðkomandi færi eftir tilteknum kjarasamningi eða annarri viðmiðun. Niðurstaða stjórnvalds væri því ekki fengin með samkomulagi við starfsmanninn heldur væri um stjórnvaldsákvörðun að ræða sem hefði þýðingu við mat á því hvaða málsmeðferðarreglum bæri að fylgja við meðferð slíkra mála.

Umboðsmaður áréttaði mikilvægi þess að stjórnvöld gæti að því þegar í upphafi málsmeðferðar að leggja mál að þessu leyti í réttan lagalegan farveg. Ríkið þurfi sem atvinnurekandi og launagreiðandi að gæta þess að haga meðferð mála þeirra starfsmanna sem kjósi að standa utan stéttarfélaga þannig að réttur þeirra sé virtur og þá eins og hann hefur verið útfærður í lögum.

Ekki í samræmi við lög

Í niðurstöðu segir:

„Með vísan til framangreinds er það niðurstaða mín að afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni A um aðgang að gögnum um frádrátt af launum hans vegna greiðslu gjalds til Læknafélags Íslands hafi ekki verið í samræmi við lög. Jafnframt er það niðurstaða mín að afgreiðsla ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við þá meginreglu um málshraða sem 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er byggð á.

Þá hefur athugun mín á þessu máli orðið mér tilefni að koma því á framfæri við ráðuneytið og Fjársýslu ríkisins að betur verði hugað að stjórnsýslulegri meðferð mála þar sem ríkisstarfsmenn kjósa að vera utan stéttarfélaga.

Ég beini þeim tilmælum til ráðuneytisins að það taki mál A til meðferðar að nýju, komi fram beiðni þess efnis frá honum, og leysi þá úr málinu í samræmi við þau sjónarmið sem gerð er grein fyrir í álitinu. Jafnframt að það taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum í störfum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG