fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Segir hagsmunasamtök hunsa krónuvandann: „Vilja bæði lægri vexti og burt með verðtrygginguna en virðast ekki sjá að lausnin á hvoru tveggja er annar gjaldmiðill“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 08:58

Ágúst Ólafur Ágústsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, notar myndmálið sínu máli til stuðnings í pistli í Fréttablaðinu í dag, hvar hann fullyrðir að þú og þitt litla eða meðalstóra fyrirtæki, hagnist ekki á íslensku krónunni:

„En við megum ekki gleyma að það eru öfl í samfélaginu sem hagnast á krónunni en það eru hvorki þú né þitt litla eða meðalstóra fyrirtæki.“

Ágúst líkir sveiflum á gengi krónunnar við teygjustökk:

„Þeir sem hafa prófað teygjustökk vita að það getur verið gaman að sveiflast niður og síðan upp. Til þess er leikurinn væntanlega gerður. Hins vegar er ekki gott að vera fyrirtæki eða heimili í teygjustökki. Þrátt fyrir það eru íslensk fyrirtæki og almenningur látin sveiflast í teygju íslensku krónunnar svo áratugum skiptir. Þegar krónan teygist niður er gott að vera sjávarútvegsfyrirtæki eða í ferðaþjónustu. Þegar krónuteygjan fer síðan aftur upp er fínt að vera heildsali eða íslenskur ferðamaður erlendis. Og svona gengur þetta, upp og niður, aftur og aftur.“

Ágúst segir einnig að hagmunasamtök kjósi að hunsa hið augljósa, sem sé krónuvandinn:

„Þrátt fyrir þetta virðast hagsmunasamtök íslenskra fyrirtækja forðast að ræða þann augljósa vanda sem krónan veldur. Þau vilja frekar ræða um skattalækkanir eða frystingu launa. Ef fyrirtæki vilja stöðugleika þá er hann ekki að finna í krónunni. Sagan og fræðin sýna það. Og þá vekur það einnig furðu að sum samtök sem láta sig hagsmuni heimilanna varða vilja ekki heldur ræða krónuvandann. Þau vilja bæði lægri vexti og burt með verðtrygginguna en virðast ekki sjá að lausnin á hvoru tveggja er annar gjaldmiðill. Krónan mun alltaf kalla á hærri vexti (en vextir eru í raun ekkert annað en verð á peningum) og verðtryggingu. Líkt og haltur maður þarf hækju mun krónan ætíð þurfa verðtryggingu og vera dýrari en aðrir gjaldmiðlar (hærri vextir). (…) Í raun hefur ekkert OECD-ríki upplifað eins miklar sveiflur í raungengi gjaldmiðils síns eins og Ísland hefur gert undanfarin 15 ár. Forsvarsmenn Samtaka iðnaðarins hafa lýst rekstri íslenskra fyrirtækja í samkeppni við erlend fyrirtæki þannig að það sé eins og „að búa í harmonikku á sveitaballi“.

 

Þá segir Ágúst að tími sé kominn til að leyfa krónunni að deyja:

„Líkt og haltur maður þarf hækju mun krónan ætíð þurfa verðtryggingu og vera dýrari en aðrir gjaldmiðlar (hærri vextir). Leyfum krónunni að sofna svefninum langa og fáum langþráðan stöðugleika í rekstri fyrirtækja og alvöru kjarabætur fyrir almenning.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus