fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Borgarritari og sviðsstjórar Reykjavíkurborgar launahæstir með 1.5 milljónir á mánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 10:11

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af þeim 58 embættismönnum Reykjavíkur er borgarritari, auk sviðsstjóra velferðasviðs, skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs, með hæstu launin eða um 1,5 milljónir á mánuði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Þess má geta að laun borgarstjóra eru rúmar tvær milljónir á mánuði.

Störfin heyra undir kjaranefnd borgarinnar. Horft var til launavísitölu á almennum vinnumarkaði við mat á launaþróun, ásamt launavísitölu opinberra starfsmanna, starfsmanna sveitarfélaga og stjórnenda á almennum vinnumarkaði. Þá var horft til úrskurða kjararáðs heitins einnig.

Ofan á grunnlaun bætast ákveðið margar yfirvinnueiningar, en ein eining er alls 9,573 krónur. Þær greiðast alla mánuði ársins, sem og í sumarleyfum, en orlofsfé greiðist ekki ofan á yfirvinnueiningarnar.

Borgarritari og áðurnefndir sviðsstjórar fá flestar yfirvinnueiningar, eða 26 talsins, og fá því fasta upphæð greidda sem yfirvinnu í hverjum mánuði, alls 247,962 krónur.

Ekki eru ákvarðanir um almennar launahækkanir embættismanna borgarinnar í farvatninu, samkvæmt Ingu Björg Hjaltadóttur, formanni kjaranefndarinnar.

 

Starf/embætti/laun

(Grunnlaun auk yfirvinnu)
  • Borgarritari 1.587,941
  • Sviðsstjórar velferðarsviðs, skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og menningar og ferðamálasviðs – 1.495.726 til 1.543.591
  • Borgarlögmaður,innri endurskoðandi og umboðsmaður – 1.371.277 til 1.495.726
  • Skrifstofustjóri borgarstjórnar – 1.333.183
  • Skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara, fjármálastjóri, skrifstofustjórar eigna- og atvinnuþróunar og þjónustu og rekstrar, mannréttindastjóri- 1.201.968 til 1.351.972
  • Skrifstofustjórar USK, VEL, SFS, ÍTR og menningar og ferðamála- 1.058.373
  • Skrifstofustjórar framkvæmda og viðhalds, umhverfisgæða, reksturs og umhirðu, fagskrifstofu leikskólamála, fagskrifstofu grunnskólamála, menningarmála, framkvæmd þjónustu, þjónusta heim, ráðgjafaþjónustu, frístundamála. Samgöngustjóri. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits. Byggingarfulltrúi. Skipulagsfulltrúi. Framkvæmdastjóri Barnaverndar. Hverfisstjóri Breiðholti. Framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, Grafarvogs og Kjalarness, Árbæjar og Grafarholts, Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Fjármálastjórar SFS, USK, VEL, SFS, USK og VEL – 1.075.992 til 1.201.968
  • Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs –1.104.711
  • Borgarskjalavörður. Borgarbókari. Skrifstofustjóri Fjármálaskrifstofu. Deildarstjóri kjaradeildar Fjármálaskrifstofu. Starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar –1.104.711 til 1.133.430
  • Borgarbókavörður, safnstjóri Borgarsögusafns, safnstjóri Listasafns, forstöðumaður Höfuðborgarstofu – 954.573 til 1.040.730
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki