fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Skorað á Kristínu að biðjast afsökunar á ummælum sínum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. ágúst 2018 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, viðhafði fleyg orð í síðustu viku um útgöngu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins af fundi skipulagsráðs, sem Sjálfstæðismenn töldu ólögmætan. Kristín sagðist aldrei hafa orðið vitni af svo vanhugsuðu og vandræðalegu upphlaupi og fullyrti að Sjálfstæðismennirnir hefðu kosið að brjóta þann trúnað sem ríkti um fundinn:

„Þeim er gert fullkomlega ljóst að trúnaður ríkir um fundinn þar til honum er slitið en þau kjósa að brjóta þann trúnað – svo spennt að komast í fréttirnar. Til hamingju Reykvíkingar, þau brutu trúnað, skrópuðu í vinnunni og misstu af öllum kynningum til þess eins að fá þessa fínu mynd af sér.“

Óháð lögfræðiálit

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram óháð lögfræðiálit í bókun sinni á fundi skipulags – og samgönguráðs á föstudag, þar sem komist að þeirri niðurstöðu að fundurinn örlagaríki hafi verið boðaður með ólögmætum hætti, þrátt fyrir ítrekanir meirihlutans um hið gagnstæða. Í kjölfarið létu fulltrúar minnihlutans bóka að þeir krefðust formlegrar afsökunarbeiðni af hendi Kristínar Soffíu:

„Vegna ummæla borgarfulltrúa Kristínar Soffíu Jónsdóttur: Minnihlutinn skora á borgarfulltrúa Kristínu Soffíu að draga ummæli sín til baka og biðjast formlega afsökunar á röngum sakargiftum. Engum trúnaðar upplýsingum var komið á framfæri enda sátu borgarfulltrúar minnihluta ekki fundinn eins og skýrt kemur fram í fundargerð. Það getur ekki staðist að trúnaður sé um þá staðreynd að borgarfulltrúar neiti að taka þátt í fundi sem ranglega er staðið að. Það er okkar skylda að sjá til þess að rétt sé staðið að ákvarðanatöku borgarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus