fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneytið brotlegt gagnvart jafnréttislögum – „Mér finnst þetta ógeðslega lélegt, lögin eru alveg skýr hvað þetta varðar“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. ágúst 2018 16:59

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Albertína F. Elíasdóttir, þingmaður. Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur fengið svör frá öllum ráðherrum nema einum, við fyrirspurnum sínum um kynjaskiptingu í stjórnum, ráðum og nefndum á málefnasviði hvers ráðherra fyrir sig. Aðeins mennta- og menningarmálaráðherra hefur ekki svarað fyrirspurn Albertínu.

Í svari frá samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneytinu kemur í ljós að aðeins 39 prósent ráða, stjórna og nefnda ráðuneytisins er skipað konum. Í jafnréttislögum er kveðið á um að hlutfallið skuli ekki fara undir 40%:

„Mér finnst þetta ógeðslega lélegt, lögin eru alveg skýr hvað þetta varðar. Í ljósi allrar umræðu hefði ég nú vonað að ráðuneytin gættu sín betur hvað þetta varðar. Ég vonaði innilega að þetta væri í lagi, en þetta sýnir að umræðan er ekki nóg, það er mikilvægt að vera alltaf með kynjagleraugun á sér og stanslaust á tánum. Það er alveg fáránlegt að ráðuneytið sé að brjóta jafnréttislög og alls ekki til fyrirmyndar,“

sagði Albertína við Eyjuna. Hún segir önnur ráðuneyti einnig mega taka sig á:

„Ég óskaði eftir þessum upplýsingum frá öllum ráðherrum, þar sem ég hafði á tilfinningunni að það væri pottur brotinn og einnig til að vekja ráðherra til umhugsunar um málefnið, því það eru auðvitað jafnréttislög í landinu sem ber að fara eftir. Þegar svörin eru skoðuð kemur í ljóst að það eru nokkur ráðuneyti sem þurfa að taka sig á.“

Lögin skýr

Samkvæmt jafnréttislögum skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast þegar kemur að þátttöku í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og ekki undir 40%

Því er ljóst að lögin eru brotin í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, en þar er hlutfall kvenna aðeins 39%:

  1. gr.Þátttaka í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera.  Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.  Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Tilnefningaraðila er heimilt að víkja frá skilyrði 1. málsl. þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess.  Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæði 1. mgr. ef undanþáguheimild 2. mgr. á við.

Jafnréttisstofa mun skoða málið

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdarstjóri Jafnréttisstofu, segir ætla að láta lögfræðing kanna málið strax á morgun, en fyrst þurfti að kalla eftir meiri upplýsingum:

„Jafnréttisstofa hefur heimild til að beita dagsektum, sem snýr aðallega að því sem lýtur að afhendingu gagna frá fyrirtækjum og stofnunum. Þarna eru upplýsingar vissulega afhentar, en ég þyrfti að fá lögfræðing Jafnréttisstofu til að athuga þetta í fyrramálið. En fyrst þarf að kalla eftir nánari upplýsingum um hvort það séu málefnalegar ástæður fyrir þessari skekkju, eins og undanþáguákvæðin kveða á um. Það eru vissulega vonbrigði að vinnulag um rétta nefndarskipan sé ekki að festast í sessi, þar sem þróunin hefur verið nokkuð jákvæð á síðustu árum. En það er auðvitað mikilvægt þegar lög eru sett, að eftir þeim sé farið.“

Betur má ef duga skal

Þau ráðuneyti sem finna má mesta kynjahallann eru:

Samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneytið með 61 % karla og 39% konur. Þar af er ein nefnd, Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar, ekki skipuð neinni konu og í ellefu nefndum er aðeins ein kona.

Félags- og jafnréttismálaráðuneytið (verkefnaskipaðar nefndir), þar sem konur eru 58% og karlar 42%

Þá eru lögbundnar nefndir í fjármála- og efnahagsráðuneytinu skipaðar 60% körlum og 40% konum.

Dæmið snýst við í verkefnaskipuðum nefndum í heilbrigðisráðuneytinu eða um 60% konur og 40% karlar.

Þá er hlutfallið 60% karlar og 40% konur í sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneytinu.

Ráðherra/Ráðuneyti                                   Konur   Karlar

Félags- og jafnréttismálaráðherra – Lögbundnar nefndir 50,7 49,3
Félags- og jafnréttismálaráðherra – Verkefnaskipaðar nefndir 58 42
Forsætisráðuneyti 51 49
Fjármála- og efnahagsráðherra – Lögbundnar nefndir 40 60
Fjármála- og efnahagsráðherra – Verkefnaskipaðar nefndir 46 54
Dómsmálaráðherra 47 53
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 39 61
Heilbrigðisráðherra – lögbundnar 54,7 45,3
Heilbrigðisráðherra – verkefna 59,7 40,3
Ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar 49,1 50,9
Sjávarútvegs- og landbúnaðar 40 60
Umhverfis- og auðlinda 48 52
Utanríkisráðherra 52 48
Mennta- og menningarmálaráðherra Hefur ekki svarað

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2