fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Rektor Háskóla Íslands verðlaunaður fyrir „framúrskarandi framlag sitt til rannsókna á sviði fjarkönnunar“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. ágúst 2018 14:00

Jóni Atli ásamt David Landgrebe, sem verðlaunin eru kennd við.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, mun hljóta verðlaun alþjóðlegu samtakanna IEEE Geoscience and Remote Society (GRSS) árið 2018 fyrir framúrskarandi framlag sitt til rannsókna á sviði fjarkönnunar, sem afhent verða í september. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Verðlaunin eru kennd við David Landgrebe, einn helsta frumkvöðul í greiningu fjarkönnunarmynda, og verða afhent á ráðstefnununni IEEE Whispers sem GRSS stendur fyrir í samtarfi við fleiri fagfélög á sviði fjarkönnunar í Amsterdam í september. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til greiningar fjarkönnunarmynda við m.a. flokkun, myndgreiningu, útdrátt sérkenna, mat á breytingum og gagnanám. Til þess að eiga möguleika að hljóta verðlaunin þurfa vísindamenn að hafa verið framúrskarandi í rannsóknum á fjarkönnunarmyndum á síðustu árum og greint frá niðurstöðum sínum í tímaritum og ráðstefnum á vegum GRSS.

HÍ í fremstu röð

Fjarkönnun felst m.a. í því að taka stafrænar myndir úr flugvélum og gervitunglum og fjarkönnunarrannsóknir ganga út á að þróa aðferðir til að draga fram upplýsingar úr slíkum myndum ásamt því að safna og vinna úr fjarkönnunargögnum. Fjarkönnun býður upp á að fylgjast með stórum svæðum sem oft eru fjarri mannabyggðum. Þessi tækni skiptir Íslendinga mjög miklu máli, m.a. við rannsóknir á gróðurþekju, jöklum, eldfjöllum, stöðuvötnum og hafinu umhverfis landið. Vísindamenn og nemendur við Háskóla Íslands hafa lagt mikla áherslu á rannsóknir tengdar fjarkönnun og að þróa nýjar aðferðir við úrvinnslu fjarkönnunarmynda. Þess má geta að Háskóli Íslands mældist á síðasta ári í allra fremstu röð háskóla í heiminum í fjarkönnun samkvæmt röðun Shanghai Rankings.

Aukið mikilvægi

„Það er mér mikill heiður og hvatning að hljóta David Landgrebe verðlaunin. Ég vil þakka stórum hópi samstarfsfólks og nemenda bæði innan og utan Háskóla Íslands fyrir þeirra framlag til rannsóknanna. Fjarkönnunargögn verða æ algengari í nútímanum ásamt því að verða bæði flóknari og meiri að vöxtum. Rannsóknirnar ganga út á draga fram upplýsingar úr miklu gagnamagni með aðferðum sem eru hraðvirkar og nákvæmar. Mikilvægi þessara rannsókna eykst sífellt,“

segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.

Afkastamikill og margverðlaunaður

Um Jón Atla segir í tilkynningu:

„Jón Atli, sem er prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, hefur á sínum starfsferli verið mjög afkastamikill á þessu sviði og er höfundur um 400 fræðigreina og bókarkafla á sviði rafmagns- og tölvuverkfræði. Mikið er vitnað til verka hans og þá hefur hann fengið margvíslegar viðurkenningar á alþjóðavettvangi  og hér heima fyrir rannsóknir sínar. Nefna má að hann er Fellow hjá Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE) og Fellow hjá SPIE. Jón Atli hlaut Stevan J. Kristof Award (1990), Hvatningarverðlaun Rannsóknaráðs Íslands (1997), IEEE Millennium Medal (2000) og var valinn rafmagnsverkfræðingur ársins á Íslandi (2014). Þá hefur hann hlotið margar viðurkenningar fyrir vísindagreinar. Jón Atli hefur einnig verið virkur í nýsköpun, var m.a. einn frumkvöðla læknisverkfræðifyrirtækisins Oxymap og er höfundur þriggja einkaleyfa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins