fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Hvað fór fram á fundum stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins ?

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. ágúst 2018 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað um ýmis viðfangsefni sem lúta að samskiptum vinnumarkaðarins og stjórnvalda frá því í desember 2017.

Fundirnir hafa verið tíu talsins og allir verið haldnir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundina hafa setið forsvarsmenn heildarsamtaka á vinnumarkaði, þ.e. Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands, BSRB, Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands auk forsvarsmanna Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar, þ.e. forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá hefur ríkissáttasemjari sótt fundina auk þess sem félags- og jafnréttismálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hafa sótt fundi eftir þörfum.

Búið er að opinbera dagskrá fundanna og fundargögn þeirra, sem nálgast má hér.

Umræðuefni á fundunum hafa verið eftirfarandi:

  1. Kjararáð og launaþróun kjörinna fulltrúa og embættismanna
  2. Launatölfræði og hagnýting hennar
  3. Áherslur stjórnvalda í félagslegum umbótum og félagslegur stöðugleiki
  4. Stefna í húsnæðismálum
  5. Staða og stefnumörkun um sjóði vinnumarkaðarins – Atvinnuleysistryggingar, fæðingarorlof og ábyrgðarsjóð launa
  6. Stefna í menntamálum
  7. Staða efnahagsmála og hagstjórn
  8. Útvíkkun Þjóðhagsráðs
  9. Sögulegt samspil launa, bóta, skatta og ráðstöfunartekna
  10. Endurskoðun tekjuskattskerfis

Eftirfarandi verkefnum, sem leiða af samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, er lokið:

  1. Hækkun atvinnuleysistrygginga
  2. Hækkun hámarksgreiðslna Ábyrgðarsjóðs launa
  3. Kjararáð lagt niður

Önnur verkefni sem eru í vinnslu:

  1. Endurskoðun tekjuskattskerfis
  2. Frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa
  3. Hagsveifluleiðrétt atvinnuleysistryggingagjald
  4. Úttekt á Fræðslusjóði
  5. Starfshópur um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga
  6. Upptaka launaupplýsinga frá öllum launagreiðendum að norskri fyrirmynd
  7. Skattlagning greiðslna úr sjúkrasjóðum
  8. Yfirlýsing vegna kjarasamninga við BHM
  9. Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar

Hér má finna það efni sem hefur verið lagt fram á fundunum en þar hafa ýmsir aðilar lagt fram gögn og kynningar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega