fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Bæjarstjórar áhugasamir um formannsframboð

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. ágúst 2018 09:24

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hafa bæði fengið hvatningu til þess að bjóða sig fram til formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á landsþingi þess í lok september:

„Ég hef fengið hvatningu víða frá að undanförnu og er að velta þessu alvarlega fyrir mér. Það er líka gott til þess að vita að aðrir treysti mér í þetta embætti. Ég hef setið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í nokkur ár og verið í bæjarstjóri í tólf ár og tel mig því þekkja viðfangsefnin á sveitarstjórnarstiginu. Einnig heyri ég að ýmsum finnst kominn tími til að kona gegni formennsku,“

segir Aldís í samtali við Morgunblaðið í dag.

Þarf að styrkja stöðuna gagnvart ríkinu

Gunnar segist opinn fyrir starfinu einnig:

„Ég er opinn fyrir formennskunni en hvern kjörnefnd gerir svo tillögu um er bara niðurstaða sem ég tek hver sem hún verður. Það hafa ýmsir komið að máli við mig og hvatt mig í þessu efni. Ég hef verið í stjórn sambandsins síðastliðin í tólf ár og þekki viðfangsefni þess vel. Ég er áfram um að styrkja sveitarfélögin í samskiptum við ríkið þar sem þau hafa í ýmsu tilliti farið halloka síðustu árin. Einnig er mikilvægt að brúa meinta gjá sem hefur verið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Ég lít ekki á formennsku út frá kynjasjónarmiðum, heldur fyrst og síðast þarf nýr formaður að styrkja stöðu sveitarfélaganna gagnvart ríkinu.“

Halldór Halldórsson, sem gegnt hefur formennsku undanfarin tólf ár, hyggst hætta afskiptum af sveitastjórnarmálum alfarið.

Á landsþinginu, sem haldið er 26.-28. september eru allir fulltrúar kjörgengir og tæknilega séð í framboði. Hinsvegar gerir uppstillingarnefnd tillögu um formann og tíu manna stjórn, hvar horft er til jafnvægis með tilliti til stjórnmálaflokka, landshluta og kynja. Miðað er við að tveir fulltrúar komi frá hverju kjördæmi í stjórn, en þrír frá Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun