fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Vöruviðskipti 2017 óhagstæð um 176,5 milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. ágúst 2018 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árinu 2017 voru fluttar út vörur fyrir 519,6 milljarða króna og inn fyrir 696,1 milljarð króna fob (741,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin 2017, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 176,5 milljarða króna. Árið 2016 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 108,2 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn 2017 var því 68,3 milljörðum króna meiri en árið áður. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 2017 161,7 milljörðum króna samanborið við 80 milljarða króna halla árið 2016.

Útflutningur
Árið 2017 var verðmæti vöruútflutnings 17,8 milljörðum króna lægra samanborið við árið 2016, eða 3,3% á gengi hvors árs.¹ Iðnaðarvörur voru 53,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,5% hærra en á sama tíma árið áður. Útflutningur á áli og álafurðum átti stærstu hlutdeild í útflutningi á iðnaðarvörum árið 2017 eða 39% af heildarútflutningi. Sjávarafurðir voru 37,9% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 15,2% lægra en á sama tíma árið áður. Lækkun var í nær öllum undirliðum sjávarafurða. Stærstu hlutdeild í útflutningi sjávarafurða árið 2017 áttu fryst flök (9,3% af heildarútflutningi) og ferskur fiskur (8,8% af heildarútflutningi). Stærstu viðskiptalönd í vöruútflutningi voru Holland (Niðurland), Spánn og Bretland en 73,4% alls útflutnings fór til ríkja ESB.

Innflutningur
Árið 2017 var verðmæti vöruinnflutnings 50,5 milljörðum króna hærra en árið 2016, eða 7,8% á gengi hvors árs.¹ Mestu munaði um fjárfestingu í flutningatækjum, þá aðallega skipum og fólksbílum, innflutningi á unnum hrá- og rekstrarvörum ásamt innflutningi á eldsneyti og fjárfestingavörum. Stærstu hlutdeild í innflutningi áttu hrá- og rekstrarvörur (26,8%), fjárfestingarvörur (21,4%) og flutningatæki (18,8%). Stærstu viðskiptalönd í vöruinnflutningi voru Þýskaland og Noregur en 52,5% alls innflutnings kom frá ríkjum ESB.

Veftöflur
Frá og með útgáfu árstalna fyrir 2017 verður breyting á birtingu á þremur töflum vöruviðskipta  á vef Hagstofunnar. Útgáfu töflunnar Hlutdeild landa og gjaldmiðla í út- og innflutningi verður hætt en í stað kemur taflan Inn- og útflutningur eftir gjaldmiðlum. Árlegar töflur fyrir SITC3 1999-2016, fyrir útflutning annars vegar og innflutning hins vegar, munu detta út fyrir nýjar sambærilegar töflur sem ná frá 2010-2017. Breytingin er tæknileg og einu áhrif á upplýsingarnar eru að tímabil styttist.

 

Verðmæti útflutnings og innflutnings jan-des 2016 og 2017
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári
Janúar-desember á gengi hvors árs
  2016 2017 % jan-des
Útflutningur alls fob 537.444,8 519.612,4 -3,3
Sjávarafurðir 232.237,9 197.025,0 -15,2
Landbúnaðarvörur 16.844,5 20.239,3 20,2
Iðnaðarvörur 270.407,9 279.922,2 3,5
Aðrar vörur 17.954,6 22.426,0 24,9
Innflutningur alls fob 645.611,6 696.072,6 7,8
Matvörur og drykkjarvörur 57.418,8 56.753,3 -1,2
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 168.494,0 186.832,5 10,9
Eldsneyti og smurolíur 69.867,6 79.911,9 14,4
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 140.651,0 148.858,9 5,8
Flutningatæki 120.118,3 131.134,5 9,2
Neysluvörur ót.a. 88.542,6 92.219,3 4,2
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 519,4 362,1 -30,3
Vöruviðskiptajöfnuður -108.166,8 -176.460,2 63,1

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

1) Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Talnaefni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt