fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Össur um ullið hjá Líf:„Gleðilegt að sjá að í borgarstjórn Reykjavíkur grípur fólk til nýstárlegra ráða til að létta hvort öðru lífið“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. ágúst 2018 16:36

Össur Skarphéðinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, slær á létta strengi í umfjöllun sinni um Líf Magneudóttur, oddvita VG í borgarstjórnarmeirihlutanum og ákvörðun hennar um að reka út úr sér tunguna í átt að Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

„Á ástríðulausum tímum er gleðilegt að sjá að í borgarstjórn Reykjavíkur grípur fólk til nýstárlegra ráða til að létta hvort öðru lífið. Góðar konur ulla hver á aðra til að “létta andrúmsloftið” einsog ullarinn útskýrði frægt ull á örmiðli sínum. Þetta er mikil framför frá háttsemi alþingismanna. Þar kom fyrir að menn rifu í eyrun hvor á öðrum og slitu þau næstum af í hita leiksins.“

Blóðug átök á Alþingi

Össur greinir frá því er hann fór sjálfur yfir strikið í ræðu og galt fyrir með sparki:

„Sjálfur fór ég eitt sinn yfir æskileg mörk kaldhæðninna í vondri ræðu. Á eftir var mér sparkað í bókstaflegri merkingu niður stigann í Alþingishúsinu. Í minningu þessa atburðar, sem líklega voru síðustu blóðugu átökin á Alþingi, gáfu Vestmannaeyingar mér síðar risastórar nærbuxur með tröllstóru fótspori. Ég lifði þetta af, og einhvers staðar á ég nærbuxurnar góðu. Mér finnst ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn lifi af ull hins geðríka en geðþekka borgarfulltrúa, Lífar Magneudóttur. En ef einhver tapar svefni er áfallahjálp reynds manns í boði á Vesturgötunni….“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki