fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Hannes segir ósjálfbærnital í hvalveiðum „hjátrú og hindurvitni“ – Vill að ráðherra tali hreint út

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. ágúst 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfismálaráðherra, efaðist á dögunum um sjálfbærni hvalveiða, í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, um hvort hann teldi þörf á endurskoðun hvalveiðistefnu Íslands.

„Stefna Íslands í hval­veiðimál­um hef­ur byggst á því að viðhalda rétti til að nýta hvala­stofna við landið með sjálf­bær­um hætti líkt og aðrar lif­andi auðlind­ir hafs­ins. Um­hverf­is- og auðlindaráðherra er ekki sann­færður um að um­rædd­ar veiðar hér við land séu sjálf­bær­ar,“

sagði Guðbrandur.

Hjátrú og hindurvitni

Hannes Hólmsteinn Gissurarsson, prófessor í stjórnmálafræði, virðist algerlega ósammála Guðbrandi. Hann líkir skoðun ráðherra við hjátrú og hindurvitni:

„Þetta er ljóta ruglið. Við veiðum langreyði og hrefnu á Íslandsmiðum. Af langreyði eru um 40 þúsund dýr á hafsvæðinu nálægt Íslandi. Miklu meira er til af hrefnu. Við veiðum sáralítið úr þessum stofnum. Hins vegar veiða þessir tveir hvalir frá okkur 6 milljónir lesta af sjávarfangi árlega. Ef menn vilja ekki veiða hval sakir hindurvitna og hjátrúar, eins og hindúar vilja ekki leggja kjöt af kúm sér til munns og gyðingar kjöt af svínum, þá eiga þeir að segja það beint út, en ekki tala um „ósjálfbærni“. Og ef þeir vilja taka að sér að fóðra þessi dýr til að geðjast bandarískum og þýskum hvalfriðunarsinnum (í stað þess að láta þá sjálfa bera kostnaðinn), þá eiga þeir líka að segja það beint út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki