fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Steinunn gæti sparað 54 þúsund á mánuði: Foreldrar ósáttir út í Reykjavíkurborg – „Staðan í dag er ólíðandi“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 11:46

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Reykjavíkurborg þarf að koma betur til móts við okkur foreldra ungra barna. Staðan í dag er ólíðandi,“ segir Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir tvegga barna móðir en hún gagnrýnir harðlega aðstöðumun á meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Tveggja ára tvíburadrengir Steinunnar munu ekki komast inn á leikskóla fyrr en í fyrsta lagi í byrjun október. Ástæðan er mannekla. Á meðan mun 16 mánaða sonur vinkonu hennar geta byrjað á leikskóla í næsta mánuði, en sá býr í öðru hverfi.

Í maí síðastliðnum fengu foreldrar hátt í 1.400 barna fædd á árunum 2016 og 2017  boð um leikskólagöngu á leikskólum Reykjavíkurborgar í haust. Almennir leikskólar geta innritað börn sem eru fædd í febrúar 2017 eða fyrr, þar sem pláss og mannafli leyfir. Þá geta tíu leikskólar með ungbarnadeildir og nægan mannafla geta innritað yngri börn eða þau sem eru fædd í mars og apríl á árinu 2017.

Skóla og frístundaráð Reykjavíkur mun funda um stöðuna í leikskólamálum í næstu viku en eins og staðan er í dag á enn eftir að ráða í rúmlega 50 stöðugildi á leikskólum borgarinnar.

Mynd úr safni.

Verða orðnir 27 mánaða þegar þeir komast á leikskóla

Steinunn vekur athygli á málinu í opinni færslu á Facebook sem fengið hefur mikil viðbrögð.

„Tvíburarnir mínir urðu 2 ára í byrjun júní og hafa fengið úthlutað plássum á leikskóla á vegum Reykjavíkurborgar en vegna manneklu segir leikskólastjórinn að þeir muni byrja um mánaðarmótin september-október – í fyrsta lagi.

Í byrjun næsta mánaðar mun sonur vinkonu minnar fara inn á leikskóla Reykjavíkurborgar. Hann verður þá 16 mánaða. Í byrjun næsta mánaðar munu strákarnir mínir enn vera að bíða eftir að komast inn. Þeir verða þá 27 mánaða. Ef mínir strákar byggju í öðru hverfi og hefðu fæðst á öðrum tíma ársins og líka komist inn 16 mánaða, þá hefði það sparað fjölskyldunni kr. 556.479 í dagvistunarkostnað. Þetta er að teknu tilliti til systkinaafsláttarins sem á að vera 75% – en er það ekki, af því það er þak á upphæðinni. Finnst einhverjum þetta sanngjarnt?

Kr. 54.000 á mánuði er það sem mun sparast á þessu heimili þegar tvíburarnir mínir útskrifast loks frá dagmömmu og komast inn á leikskóla.“

Um næstu mánaðamót mun gjaldið hækka hjá dagmóðurinni. Gjald dagvistunarinnar mun þá verða 80.000 krónum hærra en leikskólagjald.

„Þegar við fengum pláss hjá dagmömmu leið okkur eins og við hefðum unnið í lottói. Þeir voru 12 mánaða og við fengum pláss fyrir þá báða hjá sömu dagmömmu! En fyrir þær fjárhæðir sem við höfum verið að greiða í dagvistunina höfum við ekki fengið nærri jafn góða þjónustu og leikskólar bjóða upp á. Ekki af því dagmamman geri ekki sitt besta heldur af því að kerfið er glatað – ef kerfi skyldi kalla.“

Steinunn bendir jafnframt á að óhjákvæmilega þurfi dagforeldrar að taka sína veikindadaga og þá þurfi foreldrar að redda sér fríi úr vinnu og gera ráðstafanir.

„Frá því strákarnir byrjuðu hjá dagmömmu fyrir rúmlega ári síðan hefur dagforeldrið verið frá störfum vegna eigin veikinda eða veikinda barns í 28 daga. Þar með þurfti annað hvort okkar, auk foreldra þriggja annarra barna, að taka 28 veikindadaga frá sinni vinnu. Reykjavíkurborg býður ekki upp á neina afleysingu þegar um veikindi dagforeldra er að ræða. Bætið þessu við veikindi sem þarf að fást við hjá smábarni x2 og þá fáum við út… bara takk fyrir velvildina kæru vinnuveitendur okkar. 

Reykjavíkurborg þarf að koma betur til móts við okkur foreldra ungra barna. Staðan í dag er ólíðandi. Mig langar að koma með tillögur að úrbótum en ég þarf þess ekki. Þið sem stýrið þessum málum hjá borginni vitið nákvæmlega hvað þarf að gera. Nú viljum við sjá aðgerðir, strax!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus