fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 11:56

Ingvar Smári Birgisson, formaður SUS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) andmælir harðlega tillögum sjávarútvegsráðherra um víðtækt og umfangsmikið myndavélaeftirlit Fiskistofu með sjávarútvegi,“ segir í tilkynningu frá SUS.

Í ályktuninni er sagt að eftirlit sem slíkt bjóði upp á misnotkun og brjóti gróflega gegn frelsi sjávarútvegsfyrirtækja og eigi sér fá ef einhver fordæmi á Íslandi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskaði eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Meginmarkmið frumvarpsins var sagt að skapa traust til sjávarútvegsins með notkun á nýjustu tækni við eftirlit með vigtun, brottkasti og framhjáafla. Frumvarpið tekur til allra fiskihafna, vigtunarleyfishafa og allra skipa sem stunda veiðar í atvinnuskyni.

Sjá nánar: Myndavélaeftirlit til varnar brottkasti og framhjáafla

Stjórn SUS segir slíkt eftirlitsskref hættulegt og krefst endurskoðunar á frumvarpsdrögunum:

„Tillögurnar fela í sér að komið verði upp myndbandsvélum um borð í skipum með það að markmiði að upplýsa um lögbrot. Þá hyggur Fiskistofa á að beita fjarstýrðum drónum í sama tilgangi. Stjórn SUS telur tillögur ráðuneytisins fela í sér hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi. Það á ekki að ganga út frá því að einstaklingar og fyrirtæki séu lögbrjótar, heldur eiga þeir að njóta vafans gagnvart eftirlitsstarfsemi stjórnvalda. Vissulega væri hægt að upplýsa um fleiri lögbrot með myndbandsupptökuvélum, hvort sem þær séu í skipum, eldhúsum veitingastaða eða skrifstofum fjármálafyrirtækja, en slíkur ávinningur er skammvinnur og lítill í samhengi við það frelsi sem samfélagið tapar vegna slíks fyrirkomulags. Stjórn SUS hvetur sjávarútvegsráðherra til þess að endurskoða frumvarpsdrögin með frelsishugsjónina í huga. Ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga ekki að leiða í lög fyrirmæli sem skerða frelsi borgaranna. Við eigum að grisja þann þétta skóg sem forræðishyggin löggjöf er orðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“