fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Hyggjast kæra ákvörðun meirihlutans um knatthús í Hafnarfirði

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákvörðun meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um að kaupa tvö íþróttahús af íþróttafélaginu FH, verður kærð af fulltrúum minnihlutans, samkvæmt tilkynningu frá minnihlutanum í dag. Framkvæmdir Hafnarfjarðarbæjar í samvinnu við FH vegna nýs knatthúss í Kaplakrika, svæði FH, hafa verið umdeildar, en tvö knatthús eru fyrir á því svæði, sem notuð var sem skiptimynt í ákvörðun meirihlutans.

„Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar draga stórlega í efa að ákvörðun sem keyrð var í gegn með meirihlutavaldi, fyrst í bæjarráði og svo bæjarstjórn, um að bærinn falli frá áætlunum um byggingu knatthúss í Kaplakrika og kaupi þess í stað aðrar eignir á svæðinu, standist sveitarstjórnarlög, sérstaklega hvað varðar 65. grein þeirra, um ábyrga meðferð fjármuna af hálfu kjörinna fulltrúa. Á aukafundi sem haldinn var að kröfu minnihlutans fyrr í dag lagði minnihlutinn fram fjölda spurninga sem varða meðal annars meint ólögmæti ákvörðunarinnar og ekki hafa fengist svör við. Minnihlutinn mun kæra samþykkt meirihluta bæjarstjórnar í dag til samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytis,“

segir í tilkynningu.

Í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar var samþykkt að leggja til 720 milljónir í nýtt knatthús í Kaplakrika. Öll tilboð voru hinsvegar yfir kostnaðaráætlun, og því hafnað. Var þá samið um að FH tæki að sér byggingu knatthússins og rekstur þess og fengi að eiga húsið. Í staðinn myndi bærinn kaupa hin tvö íþróttamannvirkin sem væru í eigu FH, Risann og Dverginn, af félaginu til eignar, fyrir 790 milljónir. Var það samþykkt í bæjarstjórn.

Minnihlutinn, sem sat hjá, krafðist þess síðan að málið yrði tekið upp á þeim forsendum að mörgum spurningum væri ósvarað um lögmæti kaupanna.

„Fram hefur komið að áhöld eru um eignarhald mannvirkjanna sem meirihlutinn hyggst kaupa, en ljóst er á opinberum gögnum að bærinn á nú þegar 80% í einu húsanna. Einnig skortir á upplýsingar um verðmat fasteignanna, ástand húsanna og áhrif kaupanna á rekstur og fjárhag bæjarins.Sýnt hefur verið fram á umfangsmikla formgalla á öllum málatilbúnaði af hálfu meirihluta bæjarstjórnar, sem minnihlutinn telur brjóta í bága við ákvæði sveitastjórnarlaga (62. Og 63. Grein) um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og bindandi áhrif ákvarðana sem þar eru settar fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“