fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ásthildur Lóa í formannsframboð Neytendasamtakanna

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 22:17

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hyggst bjóða sig fram sem formann Neytendasamtakanna, samkvæmt tilkynningu.

Hún er fimmti frambjóðandinn í embættið og fyrsta konan. Hún mun etja kappi við þá Jakob S. Jónsson, leiðsögumann og leikstjóra, Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðing,  Guðmund Hörð Guðmundsson, fyrrum formann Landverndar og Breka Karlsson, forstöðumann Stofnunar um fjármálalæsi.

 

„Þörfin á sterkum samtökum neytenda hefur sjaldan eða aldrei verið brýnni en núna. Allur almenningur hefur með einum eða öðrum hætti fundið fyrir aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu á eigin skinni. Við höfum horft á fé flytjast á fárra hendur og fundið fyrir vanmætti okkar gagnvart hækkunum á eldsneyti, tryggingum, vöxtum, verðbótum, leigu, þjónustugjöldum, lyfjakostnaði eða komugjöldum á spítala, svo fátt eitt sé nefnt.

Í ákvörðunum stjórnvalda er tekið tillit til hagsmuna stórra fyrirtækja og fjársterkra aðila sem jafnvel eiga sína fulltrúa í ráðum og nefndum, oftar en ekki á kostnað hagsmuna neytenda.

Það er mál að linni! Við þurfum öflug Neytendasamtök sem eru óhrædd við að „taka slagi“ til að verja hagsmuni almennings.

Ég tel að barátta mín fyrir því að lögboðin réttindi neytenda á fjármálamarkaði séu virt, sýni það og sanni að ég er málefnaleg og rökföst auk þess að vera óhrædd í baráttu við sterkustu öfl þjóðfélagsins.

Oft var þörf en nú er nauðsyn, þess vegna býð ég mig fram.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn