fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Breki Karlsson býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 15:04

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í formannskjör Neytendasamtakanna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formennsku í Neytendasamtökunum. Neytendamál eru lýðheilsu- og samfélagsmál, sem snerta hvert og eitt okkar á hverjum einasta degi. Við erum neytendur stóran hluta dagsins og tökum á degi hverjum ákvarðanir sem snerta fjárhaginn og veljum á milli ótal möguleika sem hafa bein áhrif á afkomu okkar og heilsu,“

segir Breki.

Hann mun etja kappi við þá Jakob S. Jónsson, leiðsögumann og leikstjóra, Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðing og Guðmund Hörð Guðmundsson, fyrrum formann Landverndar, sem allir hafa boðið sig fram einnig.

„Ég hef undanfarinn áratug unnið að neytendamálum sem forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Ég hef víðtæka reynslu af því að leiða saman ólíka aðila til eflingar fjármálalæsis og stuðlað að vitundarvakningu um fjármálalæsi meðal almennings, menntun og stefnumótun í samstarfi við stjórnvöld, stofnanir og almannasamtök. Ég hef meðal annars unnið að eflingu framgangi fjármálalæsis byggðum á rannsóknum, með námsefnisgerð, sjónvarpsþáttum, útvarpspistlum, ráðstefnum, námskeiðum, ráðgjöf, bæði hér heima og erlendis. Þá hef ég setið í fjármálalæsisnefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD‘s International Network for Financial Education) frá 2009.

Við eflum Neytendasamtökin fyrst og fremst með því að virkja enn betur þann kraft og samtakamátt sem býr í félagsmönnum sjálfum. Um leið þarf að sækja fram og fjölga félagsmönnum því nauðsynlegt er að á Íslandi sé til fjölmenn samstillt og öflug hreyfing fólks sem sér um að veita stjórnvöldum og fyrirtækjum á Íslandi virkt aðhald í neytendamálum og stuðlar þannig að heilbrigðari viðskiptaháttum og betra samfélagi. Neytendasamtökin eru sjálfstæð félagasamtök sem þurfa að vera fjöldahreyfing þvert á flokkspólitík með það að markmiði að auðga lífsgæði félaga sinna og aðstoða þá að vera virkir neytendur. Neytendamál eru ekki einkamál, og með því að hjálpast að og vinna saman geta íslenskir neytendur saman staðið margfalt sterkari.

Fjármál einstaklinga eru tvímælalaust eitt stærsta neytendamálið og verði ég kjörinn mun ég halda áfram að leggja áherslu á vitundarvakningu fólks um þann mikla ávinning sem fylgir því að vera virkir og meðvitaðir neytendur sem læsir eru á þá valkosti sem samfélagið býður uppá í dag.

Því vil ég hvetja alla neytendur til að ganga í samtökin og taka virkan þátt í að bæta hag okkar allra.

Með góðri kveðju,

Breki Karlsson“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega