fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Björn Brynjúlfur Björnsson er nýr formaður Félags viðskipta – og hagfræðinga

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 13:00

Frá vinstri: Íris Hrannardóttir, Herdís Helga Arnalds, Sölvi Blöndal, Lilja Gylfadóttir, Katrín Amni Friðriksdóttir, Vala Hrönn Guðmundsdóttir, Þórarinn Hjálmarsson, Hallur Jónasson og Björn Brynjúlfur Björnsson. Á myndina vantar Ásdísi Kristjánsdóttur og Magnús Þorlák Lúðvíksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Brynjúlfur Björnsson er nýr formaður Félags viðskipta – og hagfræðinga (FVH) og tekur við því hlutverki af Dögg Hjaltalín. Björn er sjálfstætt starfandi og var áður hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Þar áður starfaði hann fyrir ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company. Björn er með BS-próf í verkfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í hagfræði frá University of Oxford.

Katrín Amni Friðriksdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Félags viðskipta- og hagfræðinga. Katrín hefur starfað við markaðsmál og ráðgjöf undanfarin ár. Þar áður starfaði hún sem markaðsstjóri Heilsuhússins og Lyfju. Katrín er með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í lúxusstjórnun frá Domus Academy í Mílanó.

Félag viðskipta- og hagfræðinga er fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða á Íslandi. Félagið heldur reglulega viðburði, gefur út tímaritið Hag, veitir viðurkenningar, og framkvæmir kjarakönnun fyrir félagsmenn. Þeir sem lokið hafa prófi frá viðurkenndum háskóla í viðskipta- eða hagfræði geta gengið í félagið.

Ný stjórn félagsins hefur einnig verið kjörin fyrir starfsárið 2018-2019.

Í stjórninni sitja tíu einstaklingar og tóku fjórir nýir sæti í ár. Hana skipa:

• Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður
• Vala Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður
• Ásdís Kristjánsdóttir
• Hallur Jónasson
• Herdís Helga Arnalds
• Íris Hrannardóttir
• Lilja Gylfadóttir
• Magnús Þorlákur Lúðvíksson
• Sölvi H Blöndal
• Þórarinn Hjálmarsson

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega