fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Stuðningsmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins neikvæðastir í garð #MeToo umræðunnar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. ágúst 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti landsmanna kváðu umræðuna um #MeToo hreyfinguna, sem hefur átt sér stað á undanförnum mánuðum, vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Þetta kom fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 16. til 22. maí 2018. Sögðu tæp 71% svarenda umræðuna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag en tæplega 37% kváðu hana mjög jákvæða. 17% svarenda kváðu umræðuna hvorki vera jákvæða eða neikvæða en tæp 13% svarenda töldu hana neikvæða, þar af 5% mjög neikvæða.

Munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum

Stuðningsfólk Samfylkingar (87%) og Vinstri grænna (91%) var líklegast allra til að telja #MeToo umræðuna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag en 56% stuðningsfólks Samfylkingar og 53% stuðningsfólks Vinstri grænna sögðu hana mjög jákvæða. Stuðningsfólk Miðflokks (32%), Sjálfstæðisflokks (22%) og Flokks fólksins (16%) var hins vegar líklegast til að segja umræðuna neikvæða fyrir samfélagið en tæp 17% stuðningsfólks Miðflokksins sögðu umræðuna mjög neikvæða.

 

Munur eftir lýðfræðihópum

Breytileiki var á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum. Athygli vekur að nokkurn mun var að sjá á afstöðu kynjanna á málefninu en konur (82%) voru líklegri en karlar (60%) til að telja #MeToo umræðuna jákvæða. Þar af kvaðst nær helmingur kvenna (46%) telja umræðuna vera mjög jákvæða fyrir íslenskt samfélag en einungis rúmur fjórðungur karla (27%). Karlar (18%) voru hins vegar líklegri heldur en konur (7%) til að segja umræðuna neikvæða en 8% karla kváðu umræðuna vera mjög neikvæða fyrir samfélagið. Ef litið var til aldurs svarenda mátti sjá að jákvæðni gagnvart umræðunni var mest hjá yngsta (75%) og elsta (76%) aldurshópi svarenda en svarendur á aldrinum 18-29 ára (45%) voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segja umræðuna vera mjög jákvæða. Þá voru svarendur búsettir á höfuðborgarsvæðinu (74%) líklegri til að segjast jákvæðir gagnvart umræðunni heldur en þeir af landsbyggðinni (64%). Jákvæðni gagnvart #MeToo umræðunni jókst einnig með aukinni menntun og heimilistekjum.

1805 MeToo FB v2

Spurt var: „Hversu jákvæð eða neikvæð þykir þér umræðan um #MeToo hreyfinguna vera fyrir íslenskt samfélag?“
Svarmöguleikar voru: „Mjög neikvæð“, „Frekar neikvæð“, „Hvorki né“, „Frekar jákvæð“, „Mjög jákvæð“ og „Veit ekki/vil ekki svara“. Samtals tóku 96,4% afstöðu til spurningarinnar.

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 929 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 16. til 22. maí 2018
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki