fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Hannes um búrkubann og jarðakaup útlendinga: „Tvö mál, þar sem aðeins virðist vera horft á aðra hliðina í umræðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 11. ágúst 2018 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmmálafræðiprófessor, tjáir sig um tvö hitamál á Facebooksíðu sinni, sem mikið hafa verið í umræðunni undanfarið, en lúta bæði að mannréttindum.

Fyrst skal nefna búrkubannið svokallaða í Danmörku, en þar voru sett lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum, sem andstæðingar laganna segja byggja á fordómum í garð múslima, þar sem búrka og niqab eru ekki leyfðar, en sá klæðnaður er hluti af islam. Er sá klæðnaður gjarnan sagður dæmi um þá kúgun sem múslimakonur þurfi að gangast undir og sé til marks um gamaldags og úrelt viðhorf.

Hannes segir að ekki eigi að banna búrkur, heldur dulbúninga:

„Tvö mál, þar sem aðeins virðist vera horft á aðra hliðina í umræðum: 1) Það á ekki að banna búrkur, heldur dulbúninga, og ef búrkur eru dulbúningar, þá eru þær bannaðar af þeirri ástæðu, en ekki vegna þess, að múslimakonur vilji klæðast þeim. Trúfrelsi er líka frelsi til að vera múslimi.“

Þess má geta að lögin í Danmörku banna einnig lambhúshettur og hverskyns búnað sem hylur andlit, sem telst ekki endilega til islam.

Þegar kemur að kaupum útlendinga á jörðum hér á landi segir Hannes:

„Reglur um að banna ákveðnum hópum að kaupa jarðir á Íslandi eru reglur um það, að eigendur jarðanna megi ekki selja þær hæstbjóðanda, og slíkar reglur (ef þær eru skyndilega settar, en ekki helgaðar af hefð) jafngilda eignaupptöku. (Þá undanskil ég auðvitað öryggisástæður, t. d. sölu jarða til leyniþjónustu Kínverja eða Rússa.)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn