fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Með Turkish frá Grikklandi til Bandaríkjanna

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. júlí 2018 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair lækkar afkomuspá sína, að sögn vegna afbókana og vegna þess að samkeppnin um að flytja fólk yfir Atlantshafi hefur harðnað. Það eru fleiri að bítast um þennan markað. Wow er náttúrlega komið inn á hann, en reksturinn þar er dálítið undarlegur, því hvarvetna les maður að Wow sé talið með verstu flugfélögum í heimi.

En það eru sífellt fleiri félög að koma inn í flugið milli Evrópu og Ameríku, hið norska Norwegian sem hefur reyndar átt í talsverðum vandræðum, og TAP í Portúgal sem ætlar sér stóra hluti.

Þegar maður slær flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna inn í leitarvélar koma íslensku flugfélögin mjög fljótt upp og eru verulega samkeppnishæf í verði. Það slær mann hins vegar fljótt hversu verðlagningin hjá þeim, sérstaklega Wow, er ógegnsæ. Þetta fælir mann frá íslensku flugfélögunum – gerir þau óaðlaðandi.

Í gær sat ég í flugvél yfir Íslandi og horfði á leik á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í í beinni útsendingu. Sá reyndar báða leiki gærdagsins í háloftunum. Ég var að fljúga með Turkish Airlines frá Istanbul til Boston.Það var tíu og hálfs tíma flug. Meira að segja á leiðinni þarna á milli er flogið yfir Ísland.  Tveir fótboltaleikir, ein framlenging og ein vítaspyrnukeppni styttu manni verulega stundir, en síðan hvenær hætti það að vera góður í fótbolta að teljast leiðin til að vinna heimsmeistaramótið. Þetta voru svakalega slappir leikir báðir tveir og hvergi að finna neina glæsitakta.

 

 

Jú, vissulega hafði ég dálítinn fyrirvara á að fljúga með flugfélagi frá ríki Erdogans. Og Turkish Airlines hugsar maður – eru þeir ekki í sífelldum erfiðleikum með hryðjuverk þarna niðurfrá og vélarnar ábyggilega gamlar og lélegar.

En það var eitthvað annað. Ég hafði komist að því í gegnum leitarvélarnar að ódýrasta og fljótlegasta leiðin frá Grikklandi til Bandaríkjanna var í gegnum Istanbul. Ég var líka búinn að gúgla talsvert og sá að Turkish Airlines fékk yfirleitt góða dóma. Við flugum frá Aþenu til Istanbul sem tekur ekki nema klukkutíma og svo tók við hið langa flug til Boston. Vélarnar sem við fórum í voru annars vegar Boeing 777 og hins vegar Airbus 330-300, bæði breiðþotur.

Þettta var eiginlega alveg fullkomið. Vélarnar á tíma. Þjónustan um borð frábær. Tvær máltíðir í Ameríkufluginu, fyrir utan vatn, samlokur og kökur sem maður gat gengið í eins og mann lysti. Koddar og teppi og litið veski með flugsokkum og svefngrímu. Kölnarvatn og handáburður á salernum. Gott úrval afþreyingarefnis – og heimsmeistarakeppnin í beinni.

Það er mjög dýrt að fljúga með stóru amerísku flugfélögunum fá Grikklandi, miðarnir geta kostað mörg þúsund evrur. Turkish Airlines vélin í gær var full af Bandaríkjamönnum. Verðið sem ég borgaði fyrir okkur þrjú var ekki hátt. Það hefur verið uppi orðrómur um að þetta flugfélag njóti einhvers konar ríkisstuðnings heima fyrir líkt og arabísku flugfélögin Emirates, Etihad og Qatar. Þau eru fræg fyrir að bjóða upp á bestu þjónustu sem þekkist í loftinu. Ef ég þarf að fljúga aftur milli Aþenu og Bandaríkjanna sýnist mér að ég ætti að geta náð flugi með Emirates – en það er nokkuð dýrara en Turkish Airlines.

Turkish Airlines er með stærsta leiðakerfi í heimi, flýgur á 302 áfangastaði. Í gegnum það er Istanbul orðin mikil miðstöð flugsamgangna enda liggur borgin um þjóðbraut þvera í þessu efni, á mörkum Evrópu og Asíu og líka stutt til Afríku – það er víst ekki í fyrsta skipti að þessi forna borg hefur verið miðsvæðis. En flugvöllurinn sem við vorum á í Istanbul er fullur af flottum búðum og veitingahúsum – við fórum ekki á Caviar House, nei, og ekki heldur á Starbucks, heldur á Carluccios en það er útibú frá þekktum veitingastað sem er í Marylebone hverfinu í London.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma