fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Minnsta launahækkun og kaupmáttaraukning í langan tíma

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. júlí 2018 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Launavísitala í júní 2018 er 660,9 stig og hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,9% samkvæmt vef Hagstofu Íslands. Skilar það kaupmáttaraukningu upp á 3,3 prósent, sem er minnsta launahækkun og kaupmáttaraukning frá því í apríl 2017.

Kaupmáttur launa í júní 2018 er 149,1 stig og hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 3,3%.

Í vísitölu júnímánaðar gætir áhrifa kjarasamninga hjá opinbera geiranum þar sem meðal annars var kveðið á um almennar launahækkanir á bilinu 2,0% til 3,4% þann 1. júní 2018.

 

Launavísitala 2017-2018
Desember 1988=100 Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Vísitala Breyting frá fyrri mánuði, %
síðustu 3 mánuði, % síðustu 6 mánuði, % síðustu 12 mánuði, %
2017
Júní 623,8 1,0 19,0 11,0 7,3
Júlí 623,9 0,0 18,2 10,9 7,2
Ágúst 625,2 0,2 4,9 10,4 7,2
September 630,0 0,8 4,0 11,2 7,4
Október 630,7 0,1 4,4 11,1 7,2
Nóvember 631,6 0,1 4,2 4,5 7,1
Desember 632,8 0,2 1,8 2,9 6,9
2018
Janúar 635,6 0,4 3,1 3,8 7,3
Febrúar 638,1 0,4 4,2 4,2 7,2
Mars 640,0 0,3 4,6 3,2 7,1
Apríl 641,9 0,3 4,0 3,6 7,3
Maí 656,5 2,3 12,0 8,0 6,3
Júní 660,9 0,7 13,7 9,1 5,9
Skýring: Launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum nr. 89/1989. Vísitalan miðast við regluleg laun í hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan næsta mánuð.

 


Um launa- og kaupmáttarvísitölu

Launavísitala er verðvísitala sem byggist á gögnum úr launarannsókn Hagstofu Íslands og sýnir breytingar á verði vinnustundar fyrir fasta samsetningu vinnutíma. Vísitalan tekur mið af breytingum reglulegra launa sem greidd eru fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Tekið er tillit til hvers konar álags-, bónus- og kostnaðargreiðslna sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili. Hvorki er tekið tillit til tilfallandi yfirvinnu né óreglulegra greiðslna enda er í lögum um launavísitölu ætlast til að breytingar á vinnutíma og samsetningu hans hafi ekki áhrif á vísitöluna.

Vísitala kaupmáttar launa byggir á launavísitölu og vísitölu neysluverðs. Almennt eykst kaupmáttur launa þegar laun hækka umfram verðlag en minnkar þegar verðbólga er meiri en launahækkanir. Hafa þarf í huga að kaupmáttur launa er annar en kaupmáttur ráðstöfunartekna. Hagstofan birtir einnig upplýsingar um kaupmátt ráðstöfunartekna þar sem tekið er tillit til heildarlauna, annarra tekna og tilfærslna, svo sem barna- og vaxtabóta, að frádregnum sköttum.

Notendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að tenglar í talnaefni (px töflur) hafa breyst og því hafa kerfistengingar API brotnað. Beðist er velvirðingar á þessu raski.

Breytingarnar eru samkvæmt eftirfarandi:

Launavísitala frá 1989 (VIS04000.px) Nýr tengill 
Mánaðarleg launavísitala helstu launþegahópa frá 2015 (VIS04001.px) Nýr tengill 
Mánaðarleg launavísitala á almennun vinnumarkaði eftir starfsstétt frá 2015 (VIS04002.px) Nýr tengill 
Mánaðarleg launavísitala á almennun vinnumarkaði eftir atvinnugrein frá 2015 (VIS04003.px) Nýr tengill
Ársfjórðungsleg launavísitala helstu launþegahópa frá 2005 (VIS04004.px) Nýr tengill
Ársfjórðungsleg launavísitala á almennum vinnumarkaði eftir starfsstétt frá 2005 (VIS04005.px) Nýr tengill
Greiðslujöfnunarvísitala frá 2008 (VIS04008.px) Nýr tengill
Launavísitala til greiðslujöfnunar frá 1979 (VIS04009.px) Nýr tengill 
Vísitala lífeyrisskuldbindinga fyrir opinbera starfsmenn frá 1997 (VIS04010.px) Nýr tengill

Sjá lista yfir eldri tengingar ásamt hinum nýju (PDF-skrá).

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus