fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Samstöðufundir með ljósmæðrum boðaðir á morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. júlí 2018 13:17

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstöðufundir fyrir utan fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík, að Hringbraut, og fyrir utan Sjúkrahúsið á Akureyri hafa verið boðaðir á morgun, sunnudag, kl. 12.

„Ég held að enginn hafi búist við að þessi kjarabarátta myndi dragast svona á langinn, að ráðamenn myndu leyfa að öryggi kvenna og barna yrði stefnt í hættu. Hér er ekki bara verið að tala um yfirvinnubann heldur eru ljósmæður að hætta í hrönnum og því þarf að bregðast hratt við. Það er siðlaust að stilla ljósmæðrum svona upp við vegg, þetta eru konurnar sem í 9 mánuði eru okkar stoð og stytta, okkar verðandi foreldra og fylgjast svo með nýfæddu börnum okkar og bregðast við ef eitthvað út af ber,“ segir Eva Huld Ívarsdóttir sem er í forsvari fyrir Samstöðuhópi ljósmæðra.

Tengill á Samstöðufundinn í Reykjavík er hér

Tengill á Samstöðufundinn á Akureyri er hér

Í fréttatilkynningu frá hópnum segir:

Ljósmæður eru konur sem bjarga lífum, sinna sáluhjálp verðandi mæðra þegar áhyggjur láta kræla á sér vegna ófædds barns, fylgjast með heilsu móður og barns á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Þetta vitum við öll en samt skal neita samningum nema á forsendum ríkisráðsins. Það er talað niður til þeirra og látið eins og þær séu ósamvinnuþýðar og heimtufrekar. Það eru þær ekki en eftir margra ára baráttu er komin þreyta í þær að þurfa stanslaust að verja sig og kröfur sínar. Svo virðist að þær eigi að vera sáttar því þær hafi svo mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Ástríða borgar ekki reikninga, ellegar væru ljósmæður efnuð stétt – svo mikið er víst.

 Nú ætlum við að reyna aðra aðferð. Við ætlum að mynda skjaldborg utan um fæðingardeildina og senda þannig orku og styrk til fæðandi kvenna, nýfæddra barna og ljósmæðra.

 Hjálpið okkur og hittumst kl 12 næstkomandi sunnudag 22. júlí fyrir utan fæðingardeildina í Reykjavík og á Akureyri. Krækjum hljóðlega saman höndum, öndum og sendum jákvæðar baráttukveðjur og styrk þar inn til kl 13. Geti fólk ekki verið svo lengi er besta mál að koma og fara, við tengjum keðjuna upp á nýtt. Það verður enginn formleg dagskrá eða ávörp til að við truflum ekki starfsemina innan dyra.

 Við stöndum með ljósmæðrum, fæðandi konum og börnum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki