fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Steingrímur biður Piu afsökunar á „forkastanlegri vanvirðingu“ í bréfi – Helga Vala krefst leiðréttingar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. júlí 2018 11:30

Steingrímur J. Sigfússon og Pia Kjærsgaard í Kaupmannahöfn í apríl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, skrifaði Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, afsökunarbréf vegna þeirra mótmæla sem áttu sér stað á Þingvallafundinum í fyrradag. Pia birtir bréfið á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi, en það er á dönsku. Kvennablaðið greinir frá.

Steingrímur segir í bréfinu að honum þyki það miður að sniðgangan gegn heimsókn hennar hafi kastað skugga yfir hátíðarhöldin á Þingvöllum og fullyrðir að stór meirihluti Íslendinga álíti það „forkastanlegt“ að sýna danska þingforsetanum slíka „vanvirðingu“.

Krefur Steingrím um leiðréttingu

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, krefur Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, um leiðréttingu á afsökunarbeiðninni, þar sem hún sé rangleg orðuð.

„Mér þykir miður að forseti Alþingis, Steingrímur J Sigfússon, kjósi að hafa rangt við í fréttatilkynningu sinni sem og sérstöku sendibréfi sínu til Piu Kjærsgaard sem hún birtir á facebook síðu sinni. Steingrími, sem og öllum þeim sem fylgst hafa með umræðunni síðustu daga er ljóst að mótmæli mín sneru ekki að henni sem fulltrúa danskrar þjóðar heldur hennar framgöngu og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum. Með rangfærslum sínum hefur Steingrímur þannig kosið að stilla upp þeirri sviðsmynd að þau okkar sem mótmælum hatursorðræðu og stöndum með mannréttindum allra séum með því að kasta rýrð á danska þjóð. Svo er alls ekki og get ég ekki annað en krafist þess að hann leiðrétti þessi ummæli sín án tafar. Ég hef í dönskum fjölmiðlum reynt að leiðrétta þessi ummæli Steingríms og fer fram á að hann geri slíkt hið sama,“

segir Helga Vala á Facebook.

 

Bréf Steingríms

„Folketingets formands besøg til Island
i anledning af festen for Islands suverænitet i 100 år

Folketingets formands besøg i Island i anledning af festen for Islands suverænitet i 100 år er blevet anledning til nogen medieomtale i islandske og danske medier.
Altingets festmøde på Thingvellir, hvor Pia Kjærsgaard, Folketingets formand, holdt tale, var nøje forberedt af Altingets formand, blandt andet har der været tæt samarbejde med Altingets Præsidium og lederne af parlamentsgrupperne. Der var, med hensyn til festlighedernes anledning, klart helt fra begyndelsen, at Folketingets formand ville indtage en særlig rolle ved festlighederne på Thingvellir. Folketingets formand, blev derfor inviteret som repræsentant for Danmark, Islands forhandlingspart ved Forbundsloven af 1918.
Altingets formand finder det dybt beklageligt, at Folketingets formands besøg er blevet undyttet til at kaste en skygge over festlighederne på Thingvellir og fastholder, at en stor majoritet af det islanske folk finder det forkasteligt at vise Folketingets formand despekt under hendes besøg som repræsentant for Folketinget og det danske folk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt