fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Mikil notkun á heitu vatni í rysjóttri tíð

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. júlí 2018 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ársins hefur verið metsala á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. Notkunin á fyrstu sex mánuðunum hefur verið 10% meiri en að meðaltali, sé litið til næstu fjögurra ára á undan. Í fjórum af þeim sex mánuðum sem liðnir eru af árinu hefur notkunin verið meiri en árin á undan, mest í janúar og júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Dagana 16. – 23. janúar fóru að jafnaði 15.161 rúmmetrar  á klukkustund í gegnum hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu sem er mesta vikunotkunin sem sést hefur. Met í sólarhringsnotkun og notkun á klukkustund voru einnig slegin í janúar.
Ástæða þessarar aukningar á notkun á heitu vatni ætti ekki að koma íbúum á höfuðborgarsvæðinu á óvart. Kuldatíð í janúar og febrúar og einstaklega rysjótt tíð í maí og júní á suðvesturhorni landsins hefur ekki farið fram hjá neinum. Þess utan hefur notkun á heitu vatni aukist mikið á síðustu árum, eða um tæplega 20% á síðustu fimm árum.

 

Nóvember var líka metmánuður

Ekki er langt síðan önnur met voru slegin í heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu. Nóvember sl. var metmánuður en aldrei áður hefur verið notað jafn mikið heitt vatn í þeim mánuði. Þá runnu tæpir níu milljaðar lítra frá hitaveitu Veitna en það þjónar íbúum allt frá Mosfellsbæ í norðri og til Hafnarfjarðar í suðri en á svæðinu búa um 70% landsmanna.

Förum vel með heita vatnið

Stærsti hluti heita vatnsins, eða um 90%, fer til hús¬hit¬un¬ar. Til að spara og lækka reikninginn hjá sér er rétt að horfa til hennar. Mikilvægt er að hafa hitakerfið í góðu lagi, ofna rétt stillta, húsin vel einangruð og glugga ekki meira upp á gátt en þörf krefur. Fækkun baðferða eða þvotta bætir ekki miklu í budduna þegar kemur að hitaveitureikningnum enda kostar góð sturta eða baðferð aðeins nokkrar krónur.
Verð á húshitun er lágt í Reykjavík og langt undir meðaltali höfuðborga grannríkjanna á Norðurlöndunum. Fimmfalt dýrara er fyrir íbúa í Helsinki að hita húsið sitt en fyrir íbúa í Reykjavík. Íslendingar hita húsin sín mikið en við verjum hlutfallslega minnst af ráðstöfunartekjum okkar í það.
Heita vatnið sem notað er á höfuðborgarsvæðinu kemur annars vegar frá lághitasvæðum í Mosfellsbæ og Reykjavík (Laugarnesinu og Elliðaárdal) og hins vegar frá háhitasvæðum á Nesjavöllum og nýjasta viðbótin kom á árinu 2010 þegar heitavatnsframleiðsla hófst í Hellisheiðarvirkjun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2