fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Steingrímur: Trúi því að það sé minnihlutasjónarmið að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 12:43

Steingrímur J. Sigfússon og Pia Kjærsgaard í Kaupmannahöfn í apríl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið harðlega gagnrýnt að Pia Kjærsgaard hafi verið heiðursgestur og haldið ræðu þegar hátíðarfundur fór fram á Þingvöllum í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins Íslands. Pia Kjærsgaard er umdeild og að margra mati einn helsti höfundur og talsmaður útlendingaandúðar í Evrópu. Þá yfirgaf Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fundinn þegar Kjærsgaard hélt ræðu. Mótmælin virðast þó ekki hafa slegið Piu Kjærsgaard út af laginu en hún lék við hvern sinn fingur í veislu sem haldin var síðar um kvöldið.

Steingrímur J. Sigfússon sem bauð Piu Kjærsgaard til landsins hefur sent frá sér tilkynningu vegna mótmælanna. Steingrímur segir:

„Forseti Alþingis hefur um nokkurra mánaða skeið undirbúið þingfundinn á Þingvöllum, og rætt undirbúninginn jöfnum höndum við forsætisnefnd og formenn þingflokkanna. Sjálfsagt þótti frá byrjun, í ljósi tilefnisins, að forseti danska þingsins yrði í sérstöku hlutverki á þessum hátíðarfundi. Danska þingforsetanum var því boðið til landsins sem fulltrúa gagnaðila að fullveldissamningunum.“

Þá segir Steingrímur:

„Forseti Alþingis harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin og leyfir sér að trúa því að það sé minnihlutasjónarmið að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt