fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Pia Kjærsgaard um mótmælin gegn sér: „Þetta er fá­rán­legt og skamm­ar­legt. Ekki gagn­vart mér, held­ur gagn­vart Dan­mörku“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pia Skjærsgaard, forseti danska þingsins, tjáði sig um Íslandsheimsókn sína við dönsku sjónvarpsstöðina TV 2 í dag, þar sem hún segir þá gagnrýni sem hún fékk frá íslenskum þingmönnum, vera fáránlega. Píratar sniðgengu þingfundinn og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gekk út af fundinum þegar Kjærsgaard hóf sína hátíðarræðu. Mbl greinir frá.

„Þetta er fá­rán­legt og skamm­ar­legt. Ekki gagn­vart mér, held­ur gagn­vart Dan­mörku,“

Um ákvörðun Pírata að mæta ekki í gær, segir Kjærsgaard að hún geti ekkert gert í því að sumir séu illa upp aldir og átti sig ekki á því að henni hafi ekki verið boðið persónulega, heldur sem forseta danska þingsins

sagði Pia.

Hún segir það ekki sér að kenna þó svo að sumir séu illa upp aldir og átti sig ekki á því að henni var ekki boðið persónulega, heldur sem forseta danska þingsins, en skilja má það sem sneið til Pírata.

Hún sagðist hinsvegar ekki hafa tekið eftir neinum mótmælum og hafi notið dvalarinnar á Íslandi.

 

Hún sagði einnig að fólk á Íslandi hefði það almennt gott, en sumir átti sig ekki á því sem gerist í heiminum:

„Þau þurfa að átta sig á því hvernig syst­ur­flokk­ur þeirra hag­ar sér í Dan­mörku,“

sagði Pia og skaut þannig á Samfylkinguna, en Sósíaldemókrataflokkurinn í Danmörku, systurflokkur Samfylkingarinnar, hefur tekið upp harðari stefnu gegn innflytjendum, líkt og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi á landsfundi í vor.

Óskiljanleg ákvörðun

Helga Vala sagði við TV 2 ekki hafa verið að mótmæla danska þinginu, ríkisstjórninni eða dönsku þjóðinni, heldur hafi mótmælin beinst að Piu sjálfri:

„Ég vildi sýna hvað mér fannst um Kjærsgaard, stefnu hennar og skoðanir í málefnum innflytjenda. Ég skil ekki hvers vegna hún var feng­in til að flytja ávarp á þess­ari stundu,“

sagði Helga Vala við TV2 og MBL greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn