fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Jón Þór krefur Steingrím svara vegna Piu Kjærsgaard – Vill vita hver ber ábyrgðina

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 17:51

Jón Þór Ólafsson. Alþingismaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, krefst svara frá  Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, um hver beri ábyrgð á Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, sem hélt hátíðarræðu á Þingvallafundinum í gær og hefur vakið töluverða athygli, reiði, undrun og hneykslan, allt eftir því hvaða augum fólk lítur á málið.

Fram hefur komið hjá Jóni að forsætisnefnd hafi ekki verið upplýst sérstaklega um komu Piu fyrr en deginum áður en fundurinn fór fram. Sagði Jón það óeðlileg vinnubrögð.

Píratar hafa hinsvegar verið gagnrýndir fyrir sein viðbrögð, þar sem flestum hafi verið ljóst um komu Piu, en það var tilkynnt á vefsíðu Alþingis þann 20. apríl.

Píratar sniðgengu Þingavallafundinn og í fréttum RÚV í gærkvöldi sagði Helgi Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, að sú ákvörðun hafi verið erfið.

Jón Þór hefur sent formlega fyrirspurn til Steingríms í fjórum liðum, þar sem Steingrímur er meðal annars spurður að því hver beri ábyrgð á því að bjóða fulltrúum erlendra ríkja til Íslands og hvort honum hafi þótt birting tilkynningar á vef Alþingis um ræðu Piu fullnægja upplýsingarskyldu hans til forsætisnefndar. Þá beinir Jón Þór einnig þeirri spurningu til Steingríms hvað hefði þótt vera talinn nægilega mikill fyrirvari að afturkalla boð Piu til landsins.

Spurningar Jóns Þórs eru eftirfarandi:

  1. Hver ber ábyrgð á þeim hluta alþjóðastarfs Alþingis að bjóða fulltrúum erlendra ríkja til Íslands fyrir hönd Alþingis?2. Hvenær var forseta danska þingsins formlega boðið að vera með ávarp á hátíðarfundinum á Þingvöllum 18. júlí? Hver tók þá ákvörðun og hvenær, og hvernig var ákvarðanaferlinu háttað? Óskað er afrits af öllum samskiptum milli Alþingis, forseta Alþingis og skrifstofu Alþingis við danska þingið, ásamt öðrum upplýsingum sem varpað geta ljósi á þá ákvörðun, undirbúning hennar og framkvæmd.3. Hvenær og með hvaða hætti voru fulltrúar í forsætisnefnd og formenn þingflokka Alþingis upplýstir um að annars vega stæði til að bjóða Piu Kjærsgaard sem forseta danska þingsins á hátíðarfundinn og hins vegar þegar henni hafði verið boðið? Leit forseti Alþingis svo á að birting tilkynningar á vef Alþingis 20. apríl síðastliðin fullnægði upplýsingaskyldu hans til forsætisnefndar og formanna þingflokka Alþingis? Ef ekki, hvernig þarf þeirri upplýsingagjöf að vera háttað til að vera fullnægjandi þegar fulltrúum erlendra ríkja er boðið í umboði Alþingis? Óskað er eftir afrit af dagskrár funda, dagskrárskjölum og þeim liðum fundargerða funda forsætisnefndar og funda forseta Alþingis með þingflokksformönnum sem varpað getur ljósi í málið.

    4. Með hve miklum fyrirvara er venjan að Alþingi afturkalli boð fulltrúa erlendra ríkja til Íslands og hvaða ástæður hefðu nægt til að forseti Alþingis hefði afturkallað boð sitt til forseta danska þingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum, og þá með hve miklum fyrirvara svo sómi væri af?

Í greinargerð eru spurningar Jóns útskýrðar nánar:

„Fyrirspurnin er sett fram til að varpa ljósi á það ákvarðanaferli sem leiddi til þess að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins var boðið að vera með ávarp á hátíðisfundi Alþingis á Þingvöllum 18. júlí 2018 í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands. Spurning í 1. lið snýr að því hver í raun ræður því hverjir koma til Íslands í boði Alþingis. Spurningin í 2. lið er til þess fallin að upplýsa að fullu um það ákvörðunarferli sem leiddi til þess að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins var boðið af forseta Alþingis að vera með ávarpa á hátíðarfundinum á Þingvöllum. Spurningar í 3. lið varða tímanlega og fullnægjandi upplýsingagjöf til forsætisnefndar og þingflokka Alþingis um ákvarðanir forseta Alþingis að bjóða Pia Kjærsgaard sem fulltrúa erlends ríkis á þingfund Alþingis. Spurningar í 4. lið eru til þess fallnar að fá upplýst fyrir hvaða tíma þingflokkar á Alþingi hefðu þurft að vera formlega upplýstir um heimboð forseta danska þingsins til að koma á framfæri við forseta Alþingis mótmælum sem hefðu geta leitt til þess að hann afturkallaði heimboðið nógu tímanlega til að hægt væri að gera það með sóma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega