fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Björn Bjarnason: „Netflokkurinn píratar vill sérlegar tilkynningar til sín en ekki þurfa að lesa texta á netinu – Vitleysan er endalaus“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alkunna er að þingmenn Pírata taka treglega afstöðu til mála á alþingi af því að þeir hafa ekki tök á að kynna sér þau til hlítar. Jón Þór Ólafsson situr í forsætisnefnd alþingis fyrir pírata og veit ekki heldur hvað þar fer fram.“

Þetta segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook-síðu sinni. Þar gagnrýnir hann Pírata harðlega. Píratar sniðgengu Þingvallafundinn í gær vegna þess að Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins hélt þar hátíðarræðu. Fram hefur komið hjá Jóni að forsætisnefnd hafi ekki verið upplýst sérstaklega um komu Piu fyrr en deginum áður en fundurinn fór fram. Sagði Jón það óeðlileg vinnubrögð. Jón Þór hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis spurningar í fjórum liðum um hvenær sú ákvörðun hafi verið tekin. Steingrímur hefur harmað að heimsóknin hafi varpað skugga á hátíðarhöldin og telur mótmælin vera minnihlutasjónarmið.

Þá hefur verið bent á að á vefsíðu Alþingis þann 20. apríl hafi komið fram að Pia Kjærsgaard yrði sérstakur gestur hátíðarinnar og myndi flytja þar ávarp og kveðju frá dönsku þjóðarinnar. Jón Þór situr í forsætisnefnd ásamt Steingrími. Björn Bjarnason bendir á tilkynninguna á vef Alþingis og segir:

„Nú spyr Jón Þór hvort Stein­grím­ur J. Sigfússon líti svo á að birt­ing til­kynn­ing­ar á vef alþing­is 20. apríl síðastliðinn full­nægi upp­lýs­inga­skyldu hans til for­sæt­is­nefnd­ar og formanna þing­flokka alþing­is. Netflokkurinn píratar vill sérlegar tilkynningar til sín en ekki þurfa að lesa texta á netinu með öllum almenningi. Vitleysan er endalaus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus