fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Helgi verst ásökunum um græðgi og spillingu vegna útleigu: „Sé nákvæmlega ekkert að þessu og mun gera þetta aftur í framtíðinni“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarson, þingmaður Pírata, hefur staðið í ströngu í athugasemdarkerfi Pírataspjallsins á Facebook, við að verja þá ákvörðun sína að leigja út íbúð sína á Airbnb. Stundin greindi frá því í gær að tveir þingmenn og einn ráðherra leigðu út húsnæði sitt á Airbnb og hefur það vakið nokkur viðbrögð, þar sem stjórnmálamennirnir eru sagðir gráðugir, þeir hafi nógu há laun og aðgerðir þeirra séu ekki í samræmi við gagnrýni þeirra á húsnæðismarkaðinn, þar sem Airbnb hefur töluverð áhrif.

Helgi Hrafn verst fimlega öllum þeim sökum sem á hann eru bornar. Einn málshefjandi segir að hingað til hafi spillingin verið „annarsstaðar“ og segir fróðlegt að sjá hvernig píratar bregðist við.

Helgi greinir frá því að hann sé á leiðinni í mánaðarfrí og því sé hann að leigja út íbúð sína á meðan, ekki síst til þess að fá pössun fyrir kettina sína tvo:

„Mín viðbrögð eru einföld. Þetta er íbúð sem ég og fjölskyldan mín búum í og við verðum erlendis í mánuð og ákváðum að nýta íbúðina, þ.á.m. til að sjá um kettina okkar, í stað þess að hafa hana tóma á meðan.“

„Ég veit ekki alveg hvaða frekari viðbrögð ætti að veita. Þetta er hvorki spilling né fattleysi. Ég gerði þetta algerlega með opin augun, sé nákvæmlega ekkert að þessu og mun gera þetta aftur í framtíðinni þegar fjölskyldan fer öll brott í slíkan tíma að það þurfi kattapössun og sé hægt að nýta húsnæðið.“

 

Athvarf fyrir heimilislausa ?

Þá er fundið að því að Helgi bjóði ekki heimilislausu fólki til að gista í íbúðinni á meðan. Helgi segir hugmyndina göfuga:

„Hugmynd þín um að ég láti heimilislausa á Íslandi búa þarna á meðan ég er úti er göfug, en það er auðvelt að koma með svona uppástungur um annarra manna heimili. Þetta er heimilið mitt. Fjölskyldan mín býr þarna. Airbnb er með kerfi til að halda utan um hluti eins og öryggi og orðstír. Löggjöf gerir ráð fyrir eftirliti og skattheimtu, hvoru tveggja sem við sinnum að sjálfsögðu eftir allra bestu vitund. Við uppfyllum eldvarnarkröfur, við erum opinberlega skráð og við borgum skatta af þessu.“

„Við erum að gera þetta samkvæmt bestu samvisku. Ég sé ekki hvaða vafi er til staðar. Hvað er það sem ég er að gera, sem er á nokkurn hátt skaðlegt fyrir nokkurn einstakling, hvort sem er beint eða óbeint? Þetta hefur engin áhrif á leigumarkað. Við erum að leigja út okkar eigin íbúð í einn mánuð, ekki að kaupa íbúð til að gera út allan ársins hring. Við erum með þetta opinberlega skráð, sætum eftirliti og erum búin að uppfæra eldvarnir hjá mér og borgum alla skatta af þessu. Hvað er það, nákvæmlega, sem er svona vafasamt við þetta? “

Þá er Helgi spurður að því hvort fólk með milljónir í laun á mánuði, sé orðið blankt. Annar segir að gaman væri að sjá heimilisbókhaldið og gefur í skyn að eitthvað vafasamt sé þar á ferð. Helgi svarar því til að ekkert slíkt sé í boði, en í athugasemdinni að ofan  staðhæfði hann að hann stæði í skilum við skattinn vegna útleigunar:

„Nei, ekki milljónir, en vissulega fín laun, það er alveg rétt. Það er líka rangt hjá þér að það nægi ekki, það nægir mér allavega vel og gott betur. Við erum bara ekki að þessu til þess að græða peninga heldur vegna þess að við erum að fara til útlanda í mánuð og það meikar ekkert sens að hafa íbúðina tóma á meðan, og það er augljóslega ekki hægt að setja hana á innlendan leigumarkað í einn mánuð. Þá vantar okkur líka pössun fyrir kettina sem þetta reddar líka. Þér þætti eflaust gaman að skoða ýmislegt fleira en heimilisbókhaldið í okkar einkalífi, en það er því miður ekki í boði.“

 

Yfirlýsing frá eiginkonunni

Eiginkona Helga, Inga Auðbjörg Straumland birtir einskonar yfirlýsingu á spjallþræðinum, þar sem hún útskýrir nánar ástæðu þeirra hjóna fyrir leigunni á íbúðinni:

„Eftir langa og hundleiðinlega meðgöngu ákváðum við að dvelja hluta af fæðingarorlofinu okkar í útlöndum, þar sem það er undantekning ef veðrið er leiðinlegt. Við ætlum að dvelja úti í mánuð og það þýðir að við þurfum ekki að nota litlu kjallaraíbúðina okkar á meðan. Við þurfum samt að halda áfram að standast skil á húsnæðislánum og þar af leiðandi ákváðum við að koma til móts við það með því að leigja hana út. Við höfum aldrei leigt íbúðina okkar út á Airbnb áður, svo hún hefur staðið tóm, eða þá verið notuð af vinum (og í eitt skiptið fjölskyldu sem við þekktum lítið sem var í húsnæðishraki).

Í þetta skiptið ætlum við að vera svo lengi úti að okkur finnst tilvalið að leigja hana út. Við hefðum mögulega getað fundið einhvern sem vildi leigja hana 15. ágúst – 15. september, en það hentar þó illa fyrir marga að leigan standist ekki á við mánaðarmót. Við settum því íbúðina á Airbnb í skammtímaleigu. Slík notkun á deilihagkerfinu, þar sem íbúðir sem annars stæðu tómar í skamman tíma, eru leigðar út til ferðamanna draga úr þörf fyrir hótelbyggingar (sem mörgum finnast einmitt vera taka yfir miðsvæði Reykjavíkur) og fyrir íbúðir í útleigu í atvinnuskini (sem sannarlega eru að ýta upp húsnæðisverði). Mér finnst hún því hvorki siðlaus né nokkur hræsni. Íbúðin verður leigð út í 31 nótt. Helmingur hefur þegar verið bókaður. Annars finnst mér óþarflega lítið kommentað um það hvað kisan okkar er sæt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki