fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Seldu tæpan helmingshlut í 66°Norður

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjóklæðagerðin 66°Norður hefur selt tæplega helmingshlut í fyrirtækinu til bandarísks fjárfestingasjóðs. Þetta kemur fram í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Engar mannabreytingar verða gerðar á stjórn félagsins eða meðal lykilstarfsmanna.

Kaupverðið er sagt um 30 milljónir evra, eða um 3,7 milljarðar ísk og var gengið frá kaupunum í byrjun þessa mánaðar.

Eigendur 66°Norður eru hjónin Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir, en þau hafa í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Rothschild í Lundúnum, unnið að því að fá erlendan fjárfesti til að tryggja fjármögnun á uppbyggingu félagsins erlendis. Lárus Welding, fyrrum bankastjóri Glitnis, veitti einnig ráðgjöf.

„Þeirri fjármögnun er nú lokið og hefur alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem hefur mikla trú á merkinu, keypt minnihluta í félaginu. Engin breyting er á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins,“

segir Helgi Rúnar við Markaðinn.

Nafn bandaríska sjóðsins er ekki staðfest, en hann hefur ekki komið að fjárfestingum hérlendis áður, samkvæmt heimildum Markaðarins.

66 Norður rekur 10 verslanir hér á landi og þrjár í Kaupmannahöfn. Heildartekjur fyrirtækisins á síðasta ári námu 3,86 milljörðum króna og jókst veltan á fyrsta ársfjórðungi þessa árs um rúmlega fjórðung, miðað við sama tímabil síðasta árs.

Undanfarin ár hefur taprekstur verið á félaginu og nam tapið 115 milljónum í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt