fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Obama talar um franska landsliðið í minningarræðu um Mandela – en Pia Kjærsgaard ávarpar Alþingi Íslendinga á Þingvöllum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 13:49

Obama bregður sér í nýtt hlutverk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í dag að þekktur útlendingahatari, Pia Kjærsgaard, fær að ávarpa Alþingi Íslendinga. Þingmenn Pírata ætla ekki að mæta. Maður hefði jafnvel búist við því að fleiri myndu fylgja fordæmi þeirra. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ætla að fara á fundinn en með því sé hann á engan hátt að samþykkja stjórnmálaskoðanir ræðumannsins.

Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem áhrif stjórnmálamanna af sauðahúsi Piu Kjærsgaard fara vaxandi. Með því að fá að ávarpa íslenska þingið fær hún og skoðanir hennar eins konar gæðastimpil. Hún telst ekki bara húsum hæf, heldur er henni ekið um í limósínum, hún situr í heiðurssæti í veislum, henni er klappað lof í lófa – hún verður sett til borðs með forseta Íslands.

Já, hvað hugsar Guðni Th. Jóhannesson af þessu tilefni?

Nú fyrr í vikunni var haldin önnur samkoma, það var í Suður-Afríku, hátíð vegna þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Nelsons Mandela. Mandela var um nokkra hríð dáðasti stjórnmálamaður í heimi, mannvinur sem hafði mátt þola áratuga fangelsisvist vegna skoðana sinna – og vegna litarháttar síns. Fólk sagði börnum sínum frá Mandela.

En það er svo einkennilegt og dapurt að frá því Mandela leið hefur komið bakslag í baráttuna gegn kynþáttahatri. Rasisminn hefur stigið fram í dagsljósið og plumar sig bara furðu vel. Stjórnmálamenn þurfa ekki að fara í felur með hann, eru ekki bara að gefa í skyn, blása í blístru, eins og það er kallað, heldur flagga honum í heila stöng.

Var engum sem datt í hug að reyna að breyta dagskránni þegar kom í ljós að Kjærsgaard yrði aðalræðumaðurinn á merka tímamótadegi í Íslandssögunni? Því sannarlega er rétt að minnast fullveldisins. En það hefði varla verið erfitt að biðja um annan ræðumann. Það er íslenska þingið sem stjórnar dagskránni, ekki bara einhver sjálfvirkur prótókoll.

Hátíðarræðuna á minningarsamkomunni um Mandela hélt Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Hann gerði kynþáttahatur að umtalsefni í ræðunni, talaði um pólitík þar sem „sterkir menn“ taka völdin, þar sem staðreyndir skipta ekki lengur máli, þar sem er alið á ótta og illindum. Obama talaði um að baráttunni fyrir réttlæti lyki aldrei, minnti á boðskapinn sem stundum er kallaður gullna reglan – ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að þeir geri þér. Og svo talaði Obama aðeins um franska fótboltalandsliðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?