fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Bjarni Ben sendir Pírötum pillu vegna Piu: „Yfirlæti og beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu og dönsku þjóðinni“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 15:45

Bjarni á Þingvallafundinum í dag DV-Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sendi Pírötum pillu á Facebook vegna ákvörðunar þeirra um að sniðganga Þingvallarfundinn í dag. Píratar gerðu það í ljósi þess hvernig Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, sem hélt hátíðarræðu með aðstoð túlks á Þingvallarfundinum, hefur talað gegn innflytjendum í Danmörku.

Bjarni nefnir Pírata ekki á nafn, en engum dylst við hverja er átt:

„En svo er það umræða dagsins. Það er til fólk sem slær reglulega um sig með því að leggja áherslu á lýðræðið. Vilja fólksins. Frelsi hins almenna kjósanda til að koma skoðunum sínum að. Í því samhengi er reglulega rætt um rétt minnihlutans til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif. Í flestum ríkjum er þetta tryggt með almennum, frjálsum kosningum og byggt á fulltrúalýðræði. Það er hins vegar svo að þegar á reynir er eins og þetta sama fólk eigi erfiðast með að virða niðurstöðu þeirra leikreglna sem best tryggja lýðræðislega niðurstöðu. Það hikar ekki við að segja tiltekna rétt kjörna einstaklinga óalandi og óferjandi, jafnvel með öllu óvelkomna og óhæfa til samskipta. Þegar Alþingi Íslendinga býður forseta danska þjóðþingsins til að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna sögulegra tímamóta finnst þessu fólki þannig við hæfi að útiloka viðkomandi einstakling, kosinn í frjálsum almennum kosningum.“

Bjarni segist ekki deila skoðunum Piu og hafi skilning á því að fólk hafi skoðun og sé ósammála áherslum hennar. En…:

„..það er óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. Það er yfirlæti og beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu og dönsku þjóðinni. Það er mitt viðhorf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti