fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Baráttan gegn plastinu hafin – Ráðherra skipar nefnd

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 17:15

Plast er mikið vandamál í náttúrunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum. Þetta kemur fram á stjórnarráðsvefnum.

Samráðsvettvangurinn hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig draga má úr notkun plasts, hvernig bæta megi endurvinnslu þess og takast á við plastmengun í hafi.

Samráðsvettvangnum er ætlað að taka til skoðunar hvaða rannsóknir og vöktun varðandi plast þurfi að ráðast í, koma með tillögur að æskilegum stjórnvaldsaðgerðum og hvernig best sé að stuðla að nýsköpun vara sem kæmu í stað plastnotkunar. Taka skal mið af þeim tillögum sem þegar hafa komið fram á þessu sviði og jafnframt forgangsraða þeim tillögum sem settar verða fram í aðgerðaáætluninni.

Samráðsvettvangurinn skal m.a. hafa hliðsjón af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, „Saman gegn sóun“ sem er stefna umhverfis- og auðlindaráðherra um úrgangsforvarnir og áætlun umhverfisráðherra Norðurlandanna frá því í maí 2017 um að draga úr umhverfisáhrifum plasts.

Samráðsvettvangurinn er þannig skipaður:

  • Laufey Helga Guðmundsdóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
  • Guðlaugur G. Sverrisson, tilnefndur af Úrvinnslusjóði,
  • Lúðvík E. Gústarfsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Lárus M. K. Ólafsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
  • Elva Rakel Jónsdóttir, tilnefnd af Umhverfisstofnun,
  • Hrönn Jörundsdóttir, tilnefnd af Matís ohf.,
  • Þórey S. Þórisdóttir, tilnefnd af Neytendasamtökunum,
  • Páll Árnason, tilnefndur af Nýsköpunarmiðstöð Íslands,
  • Benedikt S. Benediktsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Rannveig Magnúsdóttir, tilnefnd af umhverfisverndarsamtökum,
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tilnefnd sameiginlega af þingflokkum stjórnarflokka,
  • Guðmundur Andri Thorsson, tilnefndur sameiginlega af þingflokkum stjórnarandstöðuflokka.

Áætlað er að samráðsvettvangurinn skili tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir 1. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG