fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Veiðar á steypireyði geta varðað sex mánaða fangelsi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 10:08

Hvalurinn sem veiddur var er blendingur, samkvæmt greiningu MATÍS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt íslenskri reglugerð um hvalveiðar frá 1973 er bannað að veiða steypireyði. Eins og Eyjan hefur fjallað um, þá veiddi Hvalur hf., fyrirtæki Kristjáns Loftssonar, hval sem talinn var steypireyður. Hvalfriðunarsamtök höfðu hátt vegna málsins og Sea Shepeard með Paul Watson í broddi fylkingar sendu öllum alþingismönnum bréf til að láta vita af þessu ólöglega athæfi.

Til álita kom þó hvort um steypireyði væri að ræða, eða blending, afkvæmi steypireyðar og langreyðar, en blendingar eru ekki friðaðir. Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð á greiningu á erfðasýni hvalsins, en Kristján Loftsson segir sjálfur að um blending sé að ræða, og hann sé sá fimmti sem veiðist síðan 1987.

Árni Stefán Árnason, sérfræðingur á sviði dýraverndunarlaga, segir í Morgunblaðinu í dag að refsiákvæðið við veiðum á steypireyði sé gilt:

„Þetta eru gömul lög og hefur líklegast aldrei áður reynt á þau. Þetta myndi teljast mikil sök, dráp á friðuðu dýri. Að mínu mati gildir þetta refsiákvæði, en ég tel það ekki munu hafa neitt að segja í þessu tilviki. Stjórnvöld munu ekki vilja fylgja þessu eftir, m.a. vegna sterkrar tengingar hvalveiða við ríkisvaldið.“

Í reglugerðinni er kveðið á um að brot á henni varði sektum og öðrum viðurlögum sem tilgreind eru í lögum nr. 26 um hvalveiðar frá árinu 1949.

Þar segir að brot gegn lögunum geti varðað sektum frá 2000-40000 gullkróna. Og ef sakir eru miklar, allt að 6 mánaða fangelsi.

Þá hefur utanríkisráðuneytið fylgst vel með málinu og leiðrétt ýmsar rangfærslur um málið sem birtast í erlendum fjölmiðlum:

„Við höfum fundið fyrir nokkrum áhuga hjá erlendum miðlum sem margir hverjir hafa tekið málið upp. Við höfum verið að koma afstöðu Íslands á framfæri og sérstaklega þar sem farið hefur verið með rangfærslur. Í þeim tilvikum höfum við upplýst fólk á hvaða grundvelli reglugerðin um hvalveiðar er gefin út. Það er mikilvægt að erlendir fjölmiðlar geri sér grein fyrir því að veiðar á steypireyðum eru bannaðar á Íslandi. Eins að málið sé tekið alvarlega hér á landi og verið sé að flýta greiningu,“

segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeild utanríkisráðuneytisins, við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus