fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ögmundur Jónasson sjötugur í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 13:27

Ögmundur Jónasson Þingmaður frá 1995 til 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður og ráðherra, er sjötugur í dag, en hann fæddist í Reykjavík þann 17. júlí árið 1948.

Ögmundur stendur fyrir málstofu í Norræna húsinu í dag sem hefst  klukkan tvö og nefnist Til róttækrar skoðunar og fjallar um hvort svo sé komið að hefja þurfi velferðarbaráttuna upp á nýtt, eftir nýfrjálshyggju undanfarinna áratuga.

Ögmundur býður síðan vinum og samferðarfélögum til garðveislu á heimili sínu að Garðhaga 6, klukkan 17.

 

Nánar um Ögmund Jónasson:

Foreldrar: Jónas B. Jónsson (fæddur 8. apríl 1908, dáinn 1. apríl 2005) fræðslustjóri og Guðrún Ö. Stephensen (fædd 30. október 1914, dáin 11. janúar 2011) húsmóðir. Maki (2. ágúst 1974): Valgerður Andrésdóttir (fædd 12. janúar 1949) erfðafræðingur. Foreldrar: Andrés Björnsson og Margrét Helga Vilhjálmsdóttir. Börn: Andrés (1974), Guðrún (1979), Margrét Helga (1981).

Stúdentspróf MR 1969. MA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði Edinborgarháskóla, Skotlandi, 1974.

Kennari við grunnskóla Reykjavíkur 1971–1972. Rannsóknir við Edinborgarháskóla og ýmis hlutastörf 1974–1978. Fréttamaður Ríkisútvarpsins, hljóðvarps og síðan sjónvarps, 1978–1988, í Kaupmannahöfn 1986–1988. Stundakennari við Háskóla Íslands síðan 1979. Formaður BSRB 1988–2009. Heilbrigðisráðherra 1. febrúar til 1. október 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2. september 2010 til 31. desember 2010. Innanríkisráðherra 1. janúar 2011, lausn 28. apríl 2013 en gegndi störfum til 23. maí 2013.

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Alþýðubandalagið og óháðir, þingflokkur óháðra, Vinstrihreyfingin – grænt framboð), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011–2013.

Formaður þingflokks óháðra 1998–1999. Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 1999–2009.

Allsherjarnefnd 1995–1997, 1998–1999 og 2010, heilbrigðis- og trygginganefnd 1995–1996, félagsmálanefnd 1997–1998, kjörbréfanefnd 1999–2007, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999–2003, 2004 og 2005–2007, efnahags- og viðskiptanefnd 1999–2007, efnahags- og skattanefnd 2007–2009 og 2009–2010, félags- og tryggingamálanefnd 2007–2009 og 2010, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009–2010, umhverfisnefnd 2009–2010, utanríkismálanefnd 2009–2010, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013–2016 (formaður).

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1999–2003, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2013–2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun