fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

„Kolla veit, eins og ég, að stundum verður bara að segja sannleikann þótt óþægilegur eða óvinsæll sé.“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 16:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Fréttablaðinu í gær, hvar hún sakar Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra um hroka, virðist hafa komið við kaunin á Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, ef marka má skrif hans á Facebook.

Kolbrún skrifaði meðal annars:

„Því miður ber á því að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafi þennan háttinn á og má þar nefna fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Það er ekkert aðlaðandi við stjórnmálamann sem hjúpar sig hroka.“

Brynjar tekur upp hanskann fyrir samflokksmenn sína og segir við Kolbrúnu að hreinskilni sé ekki það sama og hroki:

„Stundum þurfa stjórnmálamenn og ekki síst ráðherrar að bregðast við ýmsum kröfum einstaklinga og hagsmunahópa í samfélaginu. Það kann að kalla á svör og aðgerðir sem margir eru ekki hrifnir af. Viðbrögðin eru þá gjarnan þau að viðkomandi skorti auðmýkt og sé uppfullur af hroka. Því vil ég segja við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, eftir að hafa lesið leiðaraskrif hennar í Fréttablaðinu í morgun, að það að vera laus við meðvirkni og segja hlutina eins og þeir eru er ekki það sama og vera hrokafullur.“

Brynjar segist dást að Kolbrúnu, þar sem hún sjálf segi hlutina oft beint út, en Brynjar er einmitt þekktur fyrir það sjálfur:

„Aðdáun mín á Kollu hefur einkum falist í því að hún segir hlutina beint út, öfugt við marga stjórnmálamenn sem reyna að þóknast öllum án nokkurs tillits til heildarhagsmuna. Alveg er ég viss um að margir hafa sakað Kollu mína um hroka fyrir það eitt að segja einfaldan sannleika. En Kolla veit, eins og ég, að stundum verður bara að segja sannleikann þótt óþægilegur eða óvinsæll sé.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?