fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Bókaútgefendur brjálaðir út í ríkisstjórnina: „Geðþótti stjórnmálamanna á ekki að ráða því hvaða verk koma út hér á landi“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 08:50

Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta bókaútgefendur skrifa grein í Morgunblaðið í dag, hvar þeir harma aðferðarfræði Alþingis við styrkveitingu til útgáfu bóka um Þingvelli í íslenskri myndlist og sögu íslenskra bókmennta frá landnámi til 21. aldar, sem koma út í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands.

Þegar Alþingi kemur saman á morgun á Þingvöllum til minningar um aldarafmæli fullveldis Íslands, verður samþykkt þingsályktunartillaga um útgáfu þessara tveggja verka. Er kostnaðurinn á bilinu 25-30 milljónir. Bókaútgefendurnir átta eru ósáttir með hvernig staðið er að málum, að samið sé við eina bókaútgáfu án samráðs um hugmyndir frá öðrum forlögum, þrátt fyrir reynslu þeirra í útgáfu á álíka verkum.

Heitir greinin: „Alþingi fortíðar.“

„Á árum áður voru styrkir til bókaútgáfu að stórum hluta háðir geðþótta þingmanna og ráðherra. Svo var komið að meiri fjármunum var úthlutað tilviljanakennt með þeim hætti en í gegnum hinn dvergvaxna Bókmenntasjóð sem allir útgefendur gátu sótt í á jafnræðisgrundvelli. Eftir ótal ábendingar í áranna rás var meira að segja stjórnvöldum farið að blöskra ástandið og þá var ákveðið að safna smáum sjóðum saman undir hatti Miðstöðvar íslenskra bókmennta, þar sem allar umsóknir yrðu háðar faglegu mati. Jafnframt skyldi efla sjóðina með því að leggja af þá styrki sem læddust inn á fjárlög eða áttu sér uppruna í skúffum ráðherra og færa sambærilega upphæð til Míb. Enn fremur var sú skylda lögð á herðar styrkþegum að þeim bæri að endurgreiða styrkina ef viðkomandi verk voru ekki komin út að ákveðnum tíma liðnum. Allir voru sammála um að með þessu væri ráðist í siðbót í meðferð á opinberu fé til bókaútgáfu.“

 

Útgefendurnir segja að geðþóttinn einn hafi ráðið för við ákvörðunina um styrkveitinguna:

 

„Við sem þetta ritum höfum ekkert á móti því að þingið hvetji til metnaðarfullra útgáfuverkefna, en þá verður líka að tryggja ákveðið jafnræði varðandi aðkomu útgefenda og leggja síðan faglegt mat á þær tillögur sem berast. Það er meira að segja til opinbert apparat sem annast slíkar styrkveitingar, Miðstöð íslenskra bókmennta. Sumum kann að finnast óþarft að stökkva upp á nef sér vegna ekki meiri fjármuna, en þá er rétt að geta þess að upphæðin er nánast sú sama og allir útgáfustyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta á síðasta ári, nema hvað hún sáldraðist þá yfir á sjötta tug verka. Í því samhengi er um mikla fjárhæð að ræða. Við efumst ekki um að útgáfufyrirtækið sem nýtur þessarar óvæntu rausnar Alþingis muni nýta fjármunina til góðra verka. Vinnubrögðin við þessa styrkveitingu eiga hins vegar að heyra fortíðinni tryggilega til og okkur finnst með ólíkindum að þingheimur skuli hafa samþykkt þetta einum rómi, enda eiga menn á þeim bæ að vita betur. Það er leitt að þurfa að spilla veisluhöldum þingsins með aðfinnslum, en vinur er sá er til vamms segir. Geðþótti stjórnmálamanna á ekki að ráða því hvaða verk koma út hér á landi, né hvaða fyrirtækjum skuli hyglað á sviði bókaútgáfu, frekar en í öðrum geirum menningar- og atvinnulífs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega