fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Tilgangsleysi þess að láta börn keppa eins og þau séu fullorðið fólk

Egill Helgason
Mánudaginn 16. júlí 2018 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég á dreng sem hefur aldrei verið líklegur til að verða afreksmaður í fótbolta. Reyndar las ég um daginn að Harry Kane hafi ekki verið talinn líklegur til þess heldur. En hann hefur alltaf haft gaman af því að leika sér í fótbolta og skilar sínu í leik með vinum. Er harður spyrnumaður. Hann fór ungur, eins og margir aðrir krakkar, að æfa með íþróttafélagi. Ég þykist vita að langflestir sem byrjuðu með honum séu löngu hættir.

Satt að segja ofbauð mér stemmingin í kringum þetta frá fyrsta degi. Það var ekki vel haldið utan um æfingar. Ekki passað upp á að allir fengju að njóta sín. Það var strax rokið út í að keppa við önnur lið. Það þurfti að kaupa búninga og svo þurfti að aka í önnur sveitarfélög, stundum eldsnemma að morgni, til að taka þátt í keppni.

Þar var mikið af æstum foreldrum sem stóðu á hliðarlínunni og tóku nokkuð óeðlilega mikinn þátt í leiknum. Það sem ég var alltaf að hugsa var eitthvað á þessa leið – fyrir krakka á aldrinum 6-8 ára er algjörlega út í hött að standa í keppni við krakka sem þau þekkja ekki neitt. Þau eru alveg jafn hamingjusöm að vera bara á sínum heimavelli að leika sér – kannski keppa smá – við börnin sem þau þekkja, börnin úr hverfinu. Það þarf ekki að stilla þessu upp eins og það sé eitthvað voða mikið í húfi – með æpandi áhorfendum.

Reyndar hefði ég viljað ganga lengra og aðeins skrúfa niður áhersluna á fótboltann. Jú, margt fólk dreymir um fótboltafrægð fyrir börnin sín, en á ungum aldri er í raun miklu sniðugra að blanda saman íþróttagreinum og láta börnin finna hvað þeim hentar best og hvað þeim finnst skemmtilegast. Það getur verið mjög misjafnt eftir líkamlegu atgervi og skapferli. Sonur minn hætti að nenna að mæta á fótboltaæfingarnar – og þannig var reyndar um fleiri stráka – þegar farið var að láta þá, 8 ára, hlaupa hringi í frosti og skítakulda í febrúar.

Fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta gagnrýnir að haldin séu mót þar sem allir þátttakendur fá viðurkenningar. Helst er að heyra á manninum að þetta feli í sér einhvers konar aumingjadýrkun. Daði Rafnsson, afar skynsamur þjálfari sem kom stundum til mín í Silfrið í eina tíð, andmælir þessu. Það er mikið vit í því sem Daði segir. Á barnsaldri er fráleitt að setja upp goggunarröð eins og hjá fullorðnu fólki. Börn þurfa ekki að flýta sér að herma eftir heimi fullorðinna. Það er líka erfitt að sjá hvað býr í börnum. Þau geta farið býsna dult með það.

Einn af bekkjarfélögum mínum á unglingsárum náði seint og um síðir að verða landsliðsmaður í fótbolta. Samt fannst engum hann sérlega góður svona framan af. En hann var afar þrjóskur og duglegur, æfði mikið, varð lykimaður í sínu liði í meistaraflokki og spilaði svo nokkuð marga landsleiki. En þegar hann var lítill drengur hefði hann varla fengið neitt nema verðlaunin fyrir að taka þátt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus