fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Sverrir segir óvenjumarga múslíma í franska landsliðinu – „Franskir múslímar eru 8 sinnum betri í fótbolta en hinir“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. júlí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, segir á Facebook-síðu sinni að samkvæmt sínum reikningi þá hafi verið óvenjumargir múslímar í franska landsliðinu. Frakkar urðu heimsmeistarar í gær.

„Sex prósent Frakka eru múslímar. Einhversstaðar las ég að 50% franska liðsins væru af múslímskum uppruna. Reikningurinn er því auðveldur – franskir múslímar eru 8 sinnum betri í fótbolta en hinir. Gunnar Smári Egilsson ertu ekki með þessa tölfræði á hreinu?,“ skrifar Sverrir.

Gunnar Smári svarar og segir snúið að reikna þetta þar sem bannað sé að skrá trúarbrögð í Frakklandi. „Það er hvergi skráð, það er bannað að skrá fólk eftir trúarbrögðum í Frakkandi. Ég þori ekki að giska. Fólk sem ættað er frá Senegal eða Kongó getur verið múslimar eða kristið. En það eru þó nokkrir sem eru frá Alsír, Malí og öðrum löndum sem reikna má með að skili af sér múslimum,“ segir Gunnar Smári og bætir svo við: „Ég er ekki viss um að það hafi verið fleiri múslímar í byrjunarliðinu en Paul Pogba, N’Golo Kanté og Kylian Mbappé.“

Hann bendir þó á að staða múslíma í Frakklandi sé mjög slæm, þó þeir séu óvenjumargir í landsliðinu. „6% Frakka eru múslímar en um 70% af föngum landsins (samkvæmt áætlunum, en bannað er að skrá trúarbrögð svo þetta kemur ekki fram í opinberum tölum). Mig minnir að atvinnuleysi meðal múslima með BA-próf sé 20 sinnum hærra en meðal þeirra sem hafa BA-próf en eru ekki múslímar. Staða múslima í Frakklandi er verri en staða svartra í Bandaríkjunum, miklu verri,“ segir Gunnar Smári.

Egill Helgason kveður sér hljóðs í þræðinum og segir það hvimleitt að flokka menn eftir trúarbrögðum. „Flokkun á fólki eftir trúarbrögðum er samt hvimleið. Það gerir mig ekki að kristnum manni þótt ég sé fæddur í landi þar sem kristni hefur verið ráðandi. Ég á vini í löndum þar sem íslamstrú er ríkjandi en ég myndi ekki kalla þá múslima, enda eru þeir ekki praktíserandi,“ segir Egill. Sverrir svaraði á þessa leið: „ Þetta er engin dýpri skilgreining en er ekki hægt að segja það sama um þjóðerni eða stjórnamálaskoðanir?“ Síðan ítrekaði hann að þetta væri fyrst og fremst til gamans gert: „Það gæti nú verið djúpt á trúnni hjá þeim en t.d. Özul, Salah og Pogba eru trúaðir og minn kæri Egill Helgason þetta er til gamans gert.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins