fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Samfylkingin auglýsir eftir framkvæmdarstjóra

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. júlí 2018 14:15

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin auglýsir nú eftir nýjum framkvæmdarstjóra, en enginn slíkur hefur verið við störf frá því að Kristján Guy Burgess hætti þar störfum árið 2016, eftir að flokkurinn beið afhroð í alþingiskosningum, tapaði fimm mönnum og fékk einungis 5.8% fylgi.

Leitað er af „lausnarmiðuðum og sveigjanlegum einstaklingi sem er fljótur að setja sig inn í verkefni og leiða saman ólíka krafta,“ líkt og segir í tilkynningu.

Nánar er fjallað um skyldur og skilyrði starfsins hér að neðan:

Framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar:

  • Sinnir daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum hans

  • Ber ábyrgð á starfsmannamálum

  • Ber ábyrgð á eflingu aðildarfélaga og grasrótar

  • Framkvæmir ákvarðanir stjórnar og framkvæmdastjórnar flokksins í samstarfi við formann framkvæmdastjórnar

  • Skipuleggur viðburði, undirbýr fundi og heldur utan um ýmis verkefni

  • Hefur umsjón með kynningarstarfi flokksins, samskiptum við fjölmiðla og sinnir útgáfu, þ.m.t. vefsíðu og samfélagsmiðlum

  • Annast alþjóðleg tengsl Samfylkingarinnar önnur en þau er lúta að þingflokki

  • Vinnur að heildarhagsmunum og markmiðum Samfylkingarinnar

Hagnýt reynsla og miklir skipulags- og samskiptahæfileikir eru lykilatriði.

Kostir sem litið verður til:

  • Menntun sem nýtist í starfi

  • Reynsla af skipulagi kosninga, annarra herferða og/eða stærri verkefna.

  • Reynsla og þekking á fjölmiðlum og markaðssetningu

  • Reynsla af starfsmannahaldi og –stjórnun

  • Reynsla af stjórnmála- og/eða félagsstarfi

  • Reynsla af virkjun grasrótar og sjálfboðaliða

  • Þekking á gerð fjárhagsáætlana og fjármálastjórn

  • Hafi framúrskarandi samskiptahæfileika og eigi auðvelt með að starfa með ólíkum einstaklingum með breiðan bakgrunn

  • Taki frumkvæði og sé skipulagður

 

Samfylkingin hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um stöðuna.

 

Umsóknir og fyrirspurnir berist á radning@samfylking.is. Frestur til að sækja um er til og með 20. ágúst og umsækjandi þarf að geta hafið störf í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“