fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kópavogsbær kynnir vísitölu félegslegra framfara í New York: „Um frumkvöðlastarf að ræða“ segir bæjarstjóri

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. júlí 2018 09:30

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, mun í dag kynna fyrir samráðsfundi Sameinuðu þjóðanna hvernig Kópavogur notar vísitölu félagslegra framfara (VFF) til að fylgjast með framgangi áætlana bæjarins á innleiðingu heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna. Kópavogsbær er frumkvöðull í þessari nálgun, þar sem mældir eru félagslegir þættir í stað efnahagslegra:

„Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa. Mælingar VFF hjálpa til við að fylgjast með því hvernig til tekst að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Mælikvarðinn hefur verið notaður af einstaka þjóðum en aldrei af sveitarfélagi af okkar stærð og er því um frumkvöðlastarf að ræða. Notkun vísitölunnar á að skila sér í að þjónustan við íbúana verði betri, verkefnin markvissari og þar með fjárhagsáætlanagerðin. Vísitalan er nýleg aðferð til þess að mæla styrkleika samfélagslegra innviða Kópavogs. Vinnan við undirbúning notkunar á vísitölunni hófst 2017 og fyrsta skorkortið var birt í vor. Niðurstöður mælinganna notum við í frammistöðumati á framkvæmdir og til að styrkja stýringu og skilvirkni opinberrar fjárfestingar,“

sagði Ármann við Morgunblaðið.

Á heimasíðu Kópavogsbæjar segir að nálgunin hafi vakið mikla athygli hjá Social Progress Imperative stofnuninni, en bærinn hefur látið smíða sérstakan hugbúnað sem byggir á þáttum vísitölunnar ásamt miklu magni af gögnum sem eru fyrirliggjandi um fjölbreyttan rekstur bæjarins. Því sé að verða til einskonar „lifandi mælaborð“ þar sem hægt að er fylgjast með af meiri nákvæmni en áður hvort ýmis verkefni og framkvæmdir skili sér í bættum hag íbúanna.

Auk bæjarstjóra Kópavogs verða fyrirlesarar á fundinum meðal annars efnahags- og samfélagsmálaráðherra Paraguay, fastafulltrúi Kosta Ríka hjá Sameinuðu þjóðunum og framkvæmdastjóri Social Progress Imperative stofnunnar.

Hinn árlegi pólitíski umræðuvettvangur er haldinn af Endurskoðun á efnahags- og félagsmálanefnd Sameinuðu þjóðanna (The Economic and Social Council – ECOSOC) sem ber meginábyrgð á að hvetja til og samræma innleiðingu heimsmarkmiðanna 17, bæði gagnvart aðildarríkjum og innan SÞ kerfisins en þau eru eftirfarandi:

  1. Engin fátækt.
  2. Ekkert hungur.
  3. Heilsa og vellíðan.
  4. Menntun fyrir alla.
  5. Jafnrétti kynjanna.
  6. Hreint vatn og hreinlætisaðstaða.
  7. Sjálfbær orka.
  8. Góð atvinna og hagvöxtur.
  9. Nýsköpun og uppbygging.
  10. Aukinn jöfnuður.
  11. Sjálfbærar borgir og samfélög.
  12. Ábyrg neysla.
  13. Verndun jarðarinnar.
  14. Líf í vatni.
  15. Líf á landi.
  16. Friður og réttlæti.
  17. Samvinna um markmiðin.

Hér að neðan má sjá myndband frá heimasíðu Kópavogsbæjar, sem segir frá verkefninu sem hlaut viðurkenningu Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu í júní síðastliðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt