fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ný umferðarlög umdeild – Sjáðu helstu breytingarnar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. júlí 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur kallað eftir umsögnum um drög að nýju frumvarpi til umferðarlaga. Drögin taka mið af þeim athugasemdum sem komið hafa fram í fyrra samráði, en frumvarp til nýrra umferðarlaga hefur verið lagt fjórum sinnum fram á Alþingi,  síðast árið 2013.

Töluvert af ábendingum og athugasemdum hafa borist ráðuneytinu frá síðustu umsagnarhrinu, m.a. vegna hjólreiða og breyttra samgönguhátta, aukinnar sjálfvirkni bíla, stöðubrota, sektarheimilda lögreglu, vegaeftirlits og notkun farsíma- og snjalltækja svo að dæmi séu nefnd.

Ýmsar nýjar breytingar gætu því litið dagsins ljós, verði þær samþykktar á Alþingi í haust. Miða þær einkum að hertum reglum og skýrari ákvæðum, ásamt hærri sektum. Frumvarpið hefur þegar vakið hörð viðbrögð hjá ferðaþjónustunni, þar sem skráðir eigendur ökutækja eru gerðir ábyrgir fyrir sektum ökumanns, til dæmis úr hraðamyndavélum, óháð því hver er ökumaður. Það þýðir að bílaleigurnar þurfa að greiða fyrir hraðasektir erlendra ferðamanna, þar sem erfitt getur reynst að ná aurnum af þeim þegar þeir eru farnir úr landi:

„Okkar áhyggjur stafa fyrst og fremst af því að það er bílaleigunum erfitt, nær ómögulegt, að innheimta sektina hjá þeim brotlega. Menn halda stundum að bílaleigur geti rukkað sektina eftir á af korti leigutaka en kortaskilmálar gera það að verkum að sá getur hafnað henni. Við teljum óeðlilegt að bílaleigur séu gerðar ábyrgar fyrir hegðun sinna kúnna og sitji uppi með kostnað sem þær hafa ekki möguleika á að innheimta,“

sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka aðila ferðaþjónustunnar við Fréttablaðið í dag.

Hér má sjá frumvarpið í heild sinni, en hér að neðan eru birt nokkur atriði sem almenningur gæti þurft að hafa hugfast í náinni framtíð:

 

  • Leyfilegt magn vínanda í blóði lækkar úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill
  • Skráðir eigendur ökutækis sæta refsiábyrgð gagnvart sektum úr hraðamyndavélum, óháð því hver er ökumaður
  • Hraðasektir hækka. Hámarkssekt fer úr 300.000 krónum í 500.000 krónur.
  • Kostnaður við að fá sér einkanúmer hækkar úr 25 þúsundum í 50 þúsund.
  • Skylda er fyrir 15 ára og yngri að vera með hjálm á reiðhjóli
  • Bannað verður að henda rusli út úr ökutækjum
  • Óviðkomandi má eigi koma svo nærri slys- eða brunastað að hann hamli björgunar- eða slökkvistarfi, þar á meðal akstri að og frá staðnum
  • Þeir sem eiga hlut í umferðarslysi eða óhappi eru skyldaðir til að stoppa og veita aðstoð

Þá er loksins búið að skýra út hvernig haga eigi akstri inn í hringtorg, en almenningur virðist ekki alltaf vera með það á hreinu:

„Ökumaður sem ekur að hringtorgi skal veita þeim sem eru í torginu forgang. Í hringtorgi sem skipt er í tvær akreinar skal ökumaður velja hægri akrein, ytri hring, ætli hann að aka út úr hringtorginu á fyrstu gatnamótum. Ökumaður á ytri hring skal veita þeim sem ekur á innri hring forgang út úr torginu. Óheimilt er að skipta um akrein við hringtorg eða á milli ytri og innri hrings í hringtorgi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus