fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Valdimar O. Hermannsson ráðinn sveitarstjóri Blönduósbæjar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. júlí 2018 09:05

Valdimar O. Hermannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur ráðið Valdimar O Hermannsson sem sveitarstjóra og var ráðningin staðfest á fundi sveitarstjórnar í gær, 12. júlí. Valdimar hefur undanfarin tvö ár starfað sjálfstætt, meðal annars sem Verkefnastjóri, nú síðast fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Valdimar er markaðsfræðingur að mennt en hefur einnig lagt stund á fjölbreytt nám, m.a. í viðskiptafræðum, stjórnun, markmiðasetningu og leiðtogaþjálfun bæði hérlendis sem og í Evrópu, Japan og USA.

Valdimar var kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Fjarðabyggðar í 12 ár og sat þar í bæjarráði í 6 ár. Hann hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi sveitarstjórnarstigsins á landsvísu, m.a. sem formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, stjórnarformaður Austurbrúar ses, Náttúrustofa Austurlands, HAUST og SHÍ. Þá situr hann í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, og þekkir því vel til stöðu sveitarfélaga á svæðinu.

Áður starfaði Valdimar meðal annars í 12 ár sem Rekstrarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og um tíma einnig sem forstöðumaður innkaupasviðs HSA en þar áður aðallega við innkaupa- og rekstrarstjórn fyrirtækja.

Valdimar er í sambúð með Vilborgu Elvu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi.

Sveitarstjórn Blönduósbæjar fagnar ráðningu Valdimars og hlakkar til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru í samstarfi við hann.

Valdimar mun hefja störf sem sveitarstjóri Blönduósbæjar 14. ágúst n.k. samkvæmt samkomulagi þar um.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega