fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. júlí 2018 17:00

Ölduselsskóli í Seljahverfi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengið hefur verið frá ráðningum skólastjóra við tvo grunnskóla borgarinnar; í Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla.

Ásta Bjarney Elíasdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Breiðholtsskóla. Ásta Bjarney hefur lokið B.Ed. í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands, diplóma í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands og M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari í sjö ár, sem deildarstjóri í tvö ár, sem aðstoðarskólastjóri í sjö ár og nú síðast sem skólastjóri Húsaskóla frá 2012.

Birna Sif Bjarnadóttir hefur verið ráðinn skólastjóri Ölduselsskóla. Birna Sif hefur lokið M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ. Hún hefur einnig sótt fjölmörg námskeið og ráðstefnur, innan lands sem utan. Birna Sif hefur starfað sem grunnskólakennari í 10 ár, sem deildarstjóri í eitt ár og sem aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla í eitt ár, þar sem hún leysti einnig skólastjóra af um lengri og skemmri tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn