fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví vill breytingar: „Ég segi að kosningalögin séu drasl – Að ríkisstjórn með 51,13% fylgi fái 60,32% þingsæta ætti að særa lýðræðiskennd okkar allra“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. júlí 2018 12:30

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar í dag í Morgunblaðið um að kosningalögin á  Íslandi séu „drasl“ þar sem þau uppfylli ekki þau loforð sem stjórnarskráin gefur varðandi úthlutun þingmannatölu:

„Kosningalögin okkar eru dálítið drasl verður að segjast. Hvernig voga ég mér að segja það? Jú, í stjórnarskránni stendur skýrum stöfum: „Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína“. Ég segi að kosningalögin séu drasl af því að í undanförnum þrennum alþingiskosningum hefur munað mjög miklu á að stjórnmálasamtök fái þingmannatölu í fyllsta samræmi við heildaratkvæðatölu sína.“

Fimm prósenta reglan ósanngjörn

Björn Leví agnúast sérstaklega út í 5 prósenta regluna, sem er sá þröskuldur sem flokkar þurfa að ná í kosningum til að fá úthlutun jöfnunarsæta:

„Ein helsta ástæðan fyrir því er hin svokallaða 5% regla sem var bætt við í stjórnarskrána árið 1999, þeim flokkum sem það samþykktu til ævarandi skammar. Hún hljóðar svo: „Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu“. Munurinn á þingmannatölu eftir núverandi kosningakerfi og einföldu hlutfallskerfi var árið 2013 átta þingsæti. Það eru átta þingsæti sem aðrir flokkar en komust inn á þing misstu af og flokkar sem komust inn á þing græddu. Þar hallaði tilfinnanlega á stærri flokkana en ríkisstjórnarflokkarnir þá fengu sex af þeim þingsætum. Árið 2016 var munurinn fimm þingsæti þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjú sæti aukalega og árið 2017 munaði þó ekki nema einu þingsæti sem Framsóknarflokkurinn fékk á kostnað Bjartrar framtíðar. Að það sé möguleiki á svona mikilli skekkju í kosningakerfinu gerir það að verkum að ég tel mig geta kallað það drasl,“

segir Björn Leví.

Hámark eitt þingsæti umfram heildarþingmannatölu á landsvísu

Hann vill breyta kosningalögum með eftirfarandi hætti:

„Hvað er þá hægt að gera? Þarf að breyta stjórnarskránni? Já, en ekki af þessari ástæðu. Það er hægt að laga þennan galla bara með því að breyta kosningalögum. Með því að takmarka fjölda þingmanna sem hver flokkur getur fengið við atkvæðahlutfall á landsvísu og heildarfjölda þingsæta getur ekkert framboð fengið fleiri þingsæti en eitt umfram heildarþingmannatölu á landsvísu. Er heildarþingmannatala einhvers framboðs 4,6? Þá getur það framboð mest fengið 5 þingmenn ef, og bara ef, ekkert annað framboð er með hærri hlutaþingmann (0,6) þegar kemur að úthlutun síðustu þingsætanna.“

Hann segir þessa aðferð ekki bjóða upp á þá „lýðræðisþynningu“ sem undanfarnar kosningar hafa þurft að gangast undir:

„Þetta myndi þýða að framboð myndi örugglega fá þingsæti ef það fengi 1,587% af atkvæðafjölda á landsvísu. Í kosningunum 2017 hefði þurft 3.115 atkvæði. Björt framtíð fékk 2.394 atkvæði eða 1,22%. Það þýðir hlutaþingsæti upp á 0,77 sem var þriðji stærsti hlutaþingmaðurinn af sex sem væri útdeilt á þann hátt. Ýmsir hafa sagt að það sé svo flókið að vera með marga flokka á þingi. Það getur vel verið en lausnin á því má ekki vera sú lýðræðisþynning sem undanfarnar kosningar hafa skilað okkur. Að ríkisstjórn með 51,13% fylgi fái 60,32% þingsæta ætti að særa lýðræðiskennd okkar allra. Við getum gert betur og eigum þá að gera betur.“

D´Hondt kosningakerfið sem notast er við á Íslandi hefur oft verið gagnrýnt fyrir að hygla stærri flokkum á kostnað smærri flokka. Um það má lesa nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins