fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Segir ráðningarferlið hjá Bergþóru ófaglegt og grunar að það hafi verið „sniðið fyr­ir­fram að niður­stöðunum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 12:15

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður Verkfræðingafélags Íslands, Páll Gíslason, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að sig gruni að ráðningarferlið við ráðningu Bergþóru Þorkelsdóttur í starf forstjóra Vegagerðarinnar, hafi verið sniðið fyrirfram að niðurstöðunum:

„Ég tel að við ráðningu nýs for­stjóra Vega­gerðar­inn­ar hafi ekki verið staðið fag­lega að mál­um. Var ráðning­ar­ferlið ef til vill sniðið fyr­ir­fram að niður­stöðunum? Ekk­ert skal full­yrt í þeim efn­um en að manni læðist óneit­an­lega grun­ur í þá átt­ina.“

Verkfræðingafélag Íslands gerði athugasemd við ráðninguna, að fagþekking væri sett „skör lægra“ en reynsla, en Bergþóra er menntuð sem dýralæknir. Páll segir margar spurningar vakna varðandi ráðningarferlið:

„Fé­lagið (Verkfræðingafélag Íslands) lagði til að ráðuneyti sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­mála myndi skerpa og skýra hæfn­is­for­send­ur og aug­lýsa starfið á nýj­an leik. Á það var ekki hlustað og ekki brugðist við á neinn hátt. Marg­ar spurn­ing­ar vakna vegna Vega­gerðar­máls­ins og á heild­ina litið er það stjórn­völd­um ekki til sóma hvernig að var staðið. Við lest­ur skilagrein­ar val­nefnd­ar sést að fagþekk­ing á viðfangs­efn­um Vega­gerðar­inn­ar vó ein­ung­is 15%. At­hygli vek­ur einnig að í þriggja manna hæfn­is­nefnd, sem ráðuneytið skipaði vegna ráðning­ar nýs for­stjóra, er eng­inn tækni- eða verk­fræðimenntaður eða með sérþekk­ingu á því sem Vega­gerðin fæst við.“

Páll ýjar að því að hæfari aðilar en Bergþóra hafi sótt um starfið, en hafi ekki einu sinni hlotið þá náð fyrir augum hæfnisnefndar að komast í viðtal í ráðningarferlinu:

„Þá sting­ur í augu að sam­göngu­verk­fræðing­ur með afar víðtæka reynslu af skipu­lags­mál­um og fjöl­breytt­um sam­göngu­verk­efn­um hér­lend­is og er­lend­is í hálf­an ann­an ára­tug skuli ekki einu sinni hafa kom­ist í hóp 14 um­sækj­enda sem tekn­ir voru í viðtal und­ir lok ráðning­ar­ferl­is­ins. Það seg­ir meira en mörg orð um leik­regl­ur og for­send­ur hæfn­is­nefnd­ar í mati á um­sækj­end­um en kem­ur ekki bein­lín­is á óvart. Sú staðreynd sýn­ir og sann­ar að áhyggj­ur og aðvar­an­ir VFÍ voru hreint ekki án til­efn­is.“

Páll segir að ekki hafi verið faglega staðið að ráðningunni:

„Ég tel að við ráðningu nýs for­stjóra Vega­gerðar­inn­ar hafi ekki verið staðið fag­lega að mál­um. Frammi fyr­ir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is kvaðst dóms­málaráðherra hafa verið „mjög hugsi“ yfir Excel-skjali frá dóm­nefnd vegna marg­um­talaðra um­sókna um dóm­ara­stöður við Lands­dóm. Sett­ur sam­gönguráðherra virt­ist hins veg­ar hæst­ánægður með skjal frá hæfn­is­nefnd í Vega­gerðar­mál­inu og hjart­an­lega sam­mála niður­stöðunum. Það kem­ur tæp­lega á óvart.“

Í lokin veltir Páll því fyrir sér hvers virði menntun sé, þegar svo lítið mark sé tekin á henni þegar kemur að ráðningarferli háttsettra embætta hins opinbera:

„Nú hlýt­ur að mega velta því fyr­ir sér í al­vöru hvort runn­ir séu upp þeir tím­ar að guðfræðimenntaður um­sækj­andi, með mikla al­menna stjórn­un­ar­reynslu, hafi for­skot á lækn­is­fræðimenntað fólk í um­sókn­ar­ferli vegna land­lækn­is. Og hvort lækn­is­fræðimenntaður um­sækj­andi hafi for­skot á guðfræðinga gagn­vart embætti bisk­ups Íslands.

Svona í lok­in hvarfl­ar sömu­leiðis að manni að við val á næsta landsliðsþjálf­ara í knatt­spyrnu verði óskil­greind reynsla sem gæti nýst í starfi lát­in vega ná­lægt 2/​3 af kröf­un­um en knatt­spyrnuþekk­ing svona rétt nefnd í fram­hjá­hlaupi. Hugs­an­lega þarf næsti landsliðsþjálf­ari ekki að vita hvað rangstaða er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus