fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sameining sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu höfðar mest til Pírata – minnst til Sjálfstæðismanna

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins (18 ára og eldri) eru hlynntir en andvígir sameiningu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnun Maskínu. Á bilinu 51-52% eru hlynnt sameiningu sveitarfélaganna en ríflega 48% eru andvíg. Um er að ræða  sveitarfélög Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Píratar vilja sameiningu

Talsverður munur er á viðhorfi eftir stjórnmálaskoðun en mikill meirihluti þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn er andvígur sameiningu, eða 70,5 prósent. Tæp 30 prósent styðja sameiningu.

Á hinn bóginn er stór meirihluti þeirra sem myndu kjósa Pírata hlynntur sameiningu, eða 72,4 prósent og 27,6 prósent andvíg.

Kjósendur Framsóknarflokksins eru flestir hlynntir sameiningu, eða 61,2 prósent, meðan kjósendur Miðflokksins virðast beggja blands, en 54,2 prósent eru andvígir og 45,8 prósent hlynntir sameiningu.

Alls 57,5 prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna eru hlynntir sameiningu, en 42,5 prósent eru andvígir.

Þeir sem styðja Viðreisn skiptast í álíka stóra helminga, 51,9 prósent eru hlynntir sameiningu, 48,1 prósent eru andvígir.

Þá eru kjósendur Vinstri grænna heldur fylgjandi sameiningu, eða 59,7 prósent gegn 40,3 prósentum.

Afstaða til sameiningar er breytileg eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Reykvíkingar vilja sameiningu fremur en íbúar nágrannasveitarfélaganna en Garðbæingar og Seltirningar eru andvígastir sameiningunni. Þá eru karlar hlynntari sameiningu en konur. Yngsti svarendahópurinn, 18-29 ára, sker sig nokkuð úr hvað viðhorf til sameiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðar en meirihluti þess hóps er andvígur.

Svarendum gafst kostur á að tilgreina hvaða sveitarfélög þeir vildu helst að sameinuðust. Sameining allra sveitarfélaganna var oftast nefnd, en alls nefndu um 31% þá samsetningu. Næst algengasta tillagan var sameining Reykjavíkuborgar og Seltjarnarness, en ríflega 9% báru upp þá tillögu.

Tillaga að spurningunni kom í gegnum heimasíðu Maskínu. Svarendur voru 500 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, búsettir á höfuðborgarsvæðinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin fór fram dagana 19. júní – 2. júlí 2018.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG