fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Bragi kjörinn varaformaður frjálslyndra þingmanna ÖSE

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, var kjörinn varaformaður frjálslynda þingmannahópsins á þingi ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem lauk í Berlín í gær.  Formaður frjálslynda þingmannahópsins er Dr. Hedy Fry, kanadísk þingkona og sú kona sem setið hefur hvað lengst kvenna í heimalandi sínu  á þingi eða frá árinu 1993.

Flokkahópar ÖSE þingsins eru 5 talsins.

Aðild að ÖSE-þinginu eiga þjóðþing 56 ríkja Evrópu, Norður­-Ameríku og Mið-Asíu. Þingið er skipað 320 fulltrúum og þar af á Alþingi þrjá og er Gunnar Bragi formaður þingmannahóps Íslands. Þingið kemur saman til þingfundar í júlí ár hvert.

Hlutverk ÖSE-þingsins er m.a. að meta árangurinn af starfi ÖSE, ræða mál sem eru á dagskrá leiðtogafunda ÖSE og koma ályktunum þingsins á framfæri við þá, þróa leiðir til að koma í veg fyrir ágreining milli ríkja og stuðla að eflingu lýðræðislegra stofnana í ÖSE-ríkjunum. Þá hefur kosningaeftirlit verið eitt helsta verkefni þingsins frá upphafi og hefur sú starfsemi aukist mjög að umfangi síðustu ár í  samvinnu við aðrar fjölþjóðastofnanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus