fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 08:34

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður FFR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir þeirra forstjóra sem heyrðu undir kjararáð, íhuga nú að stefna ríkinu vegna hinstu launahækkunar kjararáðs, þar sem 48 forstjórar fengu launahækkun á bilinu 2-20 prósent. Kjararáð hætti störfum um síðustu mánaðarmót og lét það verða sitt síðasta verk að veita 48 forstjórum og forstöðumönnum ríkisstofnana launahækkun á einu bretti, en meðaltalshækkunin var 11 prósent.

Sú stjórnsýsla var harðlega gagnrýnd af Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, en hann er einnig formaður Félags forstöðumanna ríkisins.

Haft er eftir Gissuri í Fréttablaðinu í dag að verið sé að íhuga málshöfðun, þar sem sumir forstjórar fengu litla sem enga hækkun:

„Það er gífurleg óánægja í hópnum og við vitum ekki alveg hvernig við eigum að koma henni frá okkur eða hver tekur við henni eftir að ráðið var lagt niður. Við vitum eiginlega ekki hvers konar afgreiðsla þetta var. Við höfum ekkert fengið í hendurnar nema ákvörðunina sem birt var, engan frekari rökstuðning. Einhverjir eru á mörkum þess að vilja stefna ríkinu eða fjármálaráðherra þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Menn eru að velta því fyrir sér hvernig sé best að snúa sér í því. Það er sennilegast að einhver reyni að sækja bætur vegna málsmeðferðarinnar því háttsemi kjararáðs er brot á öllum stjórnsýsluaðferðum- og reglum sem stofnanirnar, sem við erum að stýra, þurfa að nota og beita. Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna og þá sérstaklega meðal þeirra sem enga afgreiðslu fengu eða báru skarðan hlut frá borði. Menn kunna ekki skýringu á þessum vinnubrögðum eða hvað þau eiga að fyrirstilla,“

segir Gissur við Fréttablaðið.

Ekki er ljóst hvort einstakir félagsmenn höfði mál hver fyrir sig, eða allir saman í nafni félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“